Úrval - 01.04.1948, Síða 91
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
89
sínu lofaði konungurinn mér í-
taúð í nágrenni hallarinnar.“
Framkoma Kralahomes tók
allt í einu stakkaskiptum.
Hann sneri sér að Önnu og
spurði: Eru þér ekki gift ?“
„Maðurinn minn er dáinn.“
„Hvað ætlið þér þá að gera á
kvöldin?"
„Ekkert sérstakt, yður há-
göfgi," svaraði hún snúðugt, því
að hún reiddist orðum ráð-
herrans. „Ég vil aðeins fá að
vera í friði með barn mitt, þeg-
ar skyldustörfum mínum er lok-
ið.“
Hún sneri sér að túlkinum.
„Segið húsbónda yðar, að hann
hafi engan rétt til að skipta sér
af einkalífi mínu. Hann á að-
eins skipti við mig sem kennslu-
konu, og ég ræði ekki við hann
um önnur málefni."
Hún sá strax eftir því að hafa
verið svona hvassyrt. Hún hafði
glejmnt því í reiði sinni, að Aust-
urlandamenn hefja oft samræð-
ur með persónulegum spurning-
um, og það gat verið, að Krala-
home hefði hagað orðum sínum
þannig af einskærri kurteisi. En
henni var samt sem áður nauð-
synlegt að lýsa yfir rétti sínum
til að lifa einkalífi sínu í friði
og íhlutunarlaust. Forsætisráð-
herrann yppti öxlum. „Eins og
yður þóknast," sagði hann. því-
næst hneigði hann sig og hvarf
á brott.
Þegar Kralahome var farinn.
reis túlkurinn á fætur (hann
hafði kropið á kné) og ávarpaði
kennslukonuna djarflega.
„Góðan daginn", sagði hann.
„Góðan dag,“ svaraði húm
kuldalega. „Ég hélt, að þér vær-
uð þjónn.“
Hann hreykti sér og var
móðgaður. „Ég er hálfbróðir
Kralahomes. Gerið svo vel að
koma með mér. fbúð yðar er til-
búin.“
fbúðin var þægileg og búin
evrópskum húsgögnum. Hún
snéri út að fögrum aldingarði,
og í garðinum var tjörn, full
af alla vega litum fiskum. Von
bráðar var önnu færður mið-
degisverður. Hann virtist vera
blanda úr mat Norðurálfu-
manna og Síamsbúa. Þjónamir,
sem báru hann fram, settust á
langbekk og virtu þau Önnu og
Louis fyrir sér, meðan þau voru
að borða.
Morguninn eftir, þegar Anna
var að taka upp farangur sinn,
kom Robert Hunter, fulltníi
brezka ræðismannsins, í heim-
sókn til hennar. Hún bað hana