Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 97

Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 97
ANNA OG SlAMSKONUNGUR »5- þyrptust í kring um hann, hlæjandi og skríkjandi. Louis var feiminn og reyndi að stjaka þeim frá sér, en þau sóttu því fastara á. Þau þukluðu á fötum hans, hári, hörundi og skóm, og síðast en ekki sízt virtu þau fyrir sér hinar einkennilegu, hvítu hendur hans. „Ég á 67 börn,“ sagði kon- ungurinn hreykinn, þegar þau komu fram í móttökusalinn. „Þér eigið að kenna þeim fyrir mig, og þeim af eiginkonum mínum líka, sem þess óska. Og þér verðið líka að hjálpa mér við bréfaskriftir mínar.“ Anna kveið fyrir svo marg- brotnum skyldustörfum, en taldi réttast að láta ekki á því bera fyrst um sinn. „Ég sendi eftir yður seinna," sagði konungurinn, um leið og áheyrninni var lokið. Anna hneigði sig, og jafnvel Louis litli reyndi að hneigja sig líka. Brátt voru þau komin út í kvöldloftið. Önnu létti. Konung- urinn hafði ekki sýnt henni nema gott eitt, og hann kunni að minnsta kosti að meta glens. En hann var einkennilegur mað- ur, óútreiknanlegur og ráðríkur. Loks eftir margra vikna bið fékk Anna boð um, að hún ætti að hef ja starf sitt. Systir Krala- homes, frú Piam, átti að sækja hana. Frú Piam var stór og gerða- leg kona. Hún heilsaði Önnu með þessum orðum: „Góðan daginn, herra.“ „Góðan dag,“ svaraði Anna. „Það var vel gert af yður að sækja mig. Eigum við að leggja af stað strax?“ Þær fóru yfir fljótið og stað- næmdust ekki fyrr en þær komu að hliði, sem gætt var af hópi skjaldmeyja. Það voru þrekleg- ar konur, búnar þröngum, skarlatsrauðum treyjum, með silkilinda bundna yfir brjóstið. Pils þeirra líktust knépilsum Skota. Þær könnuðust sýnilega við frú Piam, því að þær opn- uðu strax hliðið, og krupu nið- ur og huldu andlit sín, meðan þær Anna gengu inn. Eftir tuttugu mínútna göngu komu þær að innri veggnum, sem um- lukti Forboönu borgina eða Khang Nai og einangraði hana frá öðrum svæðum hallargarðs- ins. Sporöskjulagaðar dyr úr fáðu látúni opnuðust hljóðlaust, og þær gengu inn í forgarðinn. Þegar inn í garðinn kom, kom hópur kvenna á móti þeim,. og þær virtust vera mjög tignar..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.