Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 101
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
99
— nema, auðvitað, ef ykkur
langar til annars. Ég gef ykkur
engar fyrirskipanir í þessu efni.
En ég fyrirskipa ykkur að rækja
námið af kostgæfni og nota
þetta tækifæri sem bezt. Þetta
eru forréttindi, sem engin kon-
ungborin börn hafa fengið áður
og þið verðið að notfæra ykkur
þau.“ Öll börmin hneigðu s;ig
djúpt, til merkis um hlýðni sína.
Með þessu var athöfninni lokið
og konungurinn fór. Rétt á eft-
ir komu ambáttirnar og báru
börnin burt. Önnu til mikillar
undrunar voru ekki aðeins
yngstu börnin borin, heldur og
hin eldri. Þau voru sýnilega ó-
vön að ganga nema örfá spor
í einu.
O
Viku eftir skólasetninguna
hófst kennslan.
Þegar Anna kom að hallar-
hliðinu, voru þar nokkrar gaml-
ar konur, sem áttu að sæk ja börn-
in, er þær sæu til ferða hennar.
Skömmu síðar komu þær með
tuttugu og eitt af börnum kon-
ungsins. Anna fékk skrá yfir
nöfn þeirra, ritað af konungin-
um sjálfum. Nöfnin voru svo
erfið viðfangs, að hún skrifaði
þau í vasabókina sína, til þess
að verða fljótari að læra þau.
Yngsta barnið var fimm ára
gamalt, en hið elzta tíu ára.
Brátt sátu þau öll við skrifborð-
ið, hvert með Webstersstafrófs-
kverið fyrir framan sig, opið á
fyrstu síðu. Anna sat við annan
enda borðsins og Louis við hinn.
Kennslustundin hófst. Anna
hafði yfir stafrófið og börnin
reyndu að stæla hana. Andlit
Louis var alvarlegt, vegna
þeirrar ábyrgðar, sem á honum
hvíldi. Hann hafði stigið upp á
stólinn, til þess að eiga hægara
með að kenna sínum hluta af
nemendunum. Hann stældi móð-
ur sína mjög nákvæmlega, bæði
rödd og látbragð, og hún hafði
mikla ánægju af því að sjá,
hvernig hann bar sig til, þegar
hann var að benda börnunum
á bókstafina, sem hann þekkti
varla sjálfur.
Um hádegið var komið með
nokkrar stúlkur til Önnu, og
átti hún að kenna þeim, en eng-
in nafnaskrá fylgdi. Hún fór að
skrifa nöfn þeirra í vasabókina,
eftir því sem þær sögðu þau.
En af einhverjum ástæðum
vakti þetta ofsahræðslu hjá
stúlkunum. Hún kunni ekki
nógu mikið í málinu, til þess
að vita orsökina, en hún hætti
að skrifa og hélt áfram að