Úrval - 01.04.1948, Side 109

Úrval - 01.04.1948, Side 109
ANNA OG SlAMSKONUNGUR 107 urstu stúlkur landsins. Og til þess að hann flytti ekki Viktoríu drottningu þá sögu, að íbúar landsins væru villimenn, átti Anna að kenna stúlkunum siði Norðurálfumanna og sjá um að þær klæddust evrópskum bún- ingum. Rakari átti að skafa betelsvertuna af tönnum þeirra. Næsta morgun var skólastof- an orðin að saumastofu. Anna fekk gnægð af silki, gimsteinum, blómum og knipplingum til um- ráða, og henni stóð ótakmörkuð aðstoð til boða. Auk silki- og glitvefnaðarstranganna úr birgðaskemmunum, var komið með vasaklúta, sokka og ilskó, setta gimsteinum. Það eina sem vantaði, var nothæft efni í nær- fatnað. Þegar Anna vakti at- hygli á því, fekk hún þau svör, að slíkt efni væri ekki til og eng- inn tími til að vefa það. Phanrai prinsessa, frænka Chulalongkorns prins, hafði verið kjörin til að taka á móti flotaforingjanum, en henni til aðstoðar voru fimm fagrar meyjar. Þeim þótti gaman að vera í krínólínpilsi eins og Anna. Konungurinn hafði sent rak- ara sinn til þess að skafa tenn- ur stúlknanna, unz þær voru orðnar mjallahvítar, en kín- verskur listmálari málaði hör- und þeirra hvítt. Á höfði báru þær hárkollur, skrýfðar sam- kvæmt nýjustu tízku og skreytt- ar festum úr perlum og demönt- um. Þegar þær höfðu ver- ið skreyttar gimsteinamenum, hálsfestum og armböndum, voru þær í sannleika sagt glæsilegar útlits. Anna hafði dálitlar áhyggjur af nærfötunum, en við athugun kom í ljós, að glitvefn- aðurinn var svo þykkur, að eng- inn gat tekið eftir þessum á- galla. Svo var tekið til við æfingar kurteisisiðanna. Það var ekki krafizt annars af stúlkunum en að þær sætu bak við rautt tjald, sem hengt hafði verið þvert yfir musterið. Þegar tjaldið hafði verið dregið frá og konungur- inn hafði kynnt þær, áttu þær að standa upp, hneigja sig og ganga aftur á bak út úr saln- um. Einhver hafði frætt kon- unginn á því, að enginn sneri baki í Viktoríu drottningu, þeg- ar hann væri kynntur henni, heldur gengi afturábak út úr áheyrnarsalnum. Konungurinn var ákveðinn í því, að sami hátt- ur skyldi viðhafður gagnvart sér og hinum brezka sendiherra. Anna æfði stúlkurnar marg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.