Úrval - 01.04.1948, Page 112

Úrval - 01.04.1948, Page 112
110 ÚRVAL Konungur gerði þessu lostæti lítil skil. Meðan hann var í Búddaklaustrinu hafði hann vanizt óbrotnu mataræði, og hann gerði sig ánægðan með skál af soðnum rísgrjónum. Meðan á morgunverði stóð, ræddi hann oft við Önnu um dægurmál, amerísku borgara- styrjöldina, leiðangur Napóleons til Mexíkó og þess háttar. Anna gat ekki annað en dáðzt að vitsmunum konungsins. Hún áleit, að hann væri gagnmennt- aðasti þjóðhöfðingi þeirra tíma, bæði í Asíu og Evrópu. En henni hraus oft hugur við tortryggni hans gagnvart fólki. Hann bar ekki traust til nokkurs manns. Þegar Anna reis upp til varnar einhverjum vini sínum, taldi hann víst, að hún gerði það með eigin hag fyrir augum. „Pening- ar, peningar, peningar! Það er hægt að fá allt fyrir peninga,“ hreytti hann út úr sér, eins og vinir hennar hefðu mútað henni til þess að verja málstað þeirra. Eftir morgunverðinn sat kon- ungurinn við lestur eða skriftir í nokkrar klukkustundir. Ef hann rakst á orð, sem hann skildi ekki eða vakti forvitni hans, sendi hann heilan hóp am- bátta eftir Önnu. Venjulega voru þetta tæknileg eða vísinda- leg orð, sem ekki voru í orða- bókinni, og Anna skildi ekki heldur. Konungurinn varð ævin- lega reiður, þegar hún gat ekki sagt honum þýðingu þeirra. Þeg- ar svo bar við, horfði hann reiði- lega á hana og sagði: „Hvers vegna vitið þér þetta ekki? Það er augljóst, að þér eruð ekki vísindalega menntuð!“ Og þar sem hann þóttist ekki hafa náð sér niðri á henni eins og hann óskaði, bætti hann við: „Jæja, þér eruð nú ekki annað en kona, þegar öllu er á botninn hvolft. Þér megið fara.“ Tvisvar í viku, um miðnætti, sat hann leynifund San Luang (konunglega rannsóknarréttar- ins). Anna gat aldrei gert sér ljósa grein fyrir þessum myrkra- fundum hins leynilega rannsókn- arréttar, því að hún var aldrei viðstödd, og enginn minntist á þá við hana. En eftir því sem tímar liðu, komst hún ekki hjá að frétta ýmislegt. San Luang rannsóknarétturinn var þögull, lævís og slægur. Það var ekki opinber ransóknarréttur eins og í Rómaborg eða leynilegur eins og á Spáni. San Luang starfaði án vitna og fyrirvaralaust, hann rændi fólki, en handtók
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.