Úrval - 01.04.1948, Síða 120
118
ÚRVAL
hana og varð ástfanginn af
henni, keypti henni frelsi. Sam-
kvæmt lögum Síams voru slík
frelsiskaup leyfileg, og konan
byrjaði að búa frjálsu, ham-
ingjusömu lífi. En fyrrverandi
húsmóðir hennar hafði aldrei
sætt sig við að hún fengi frelsi.
Dag nokkurn, þrem mánuðum
eftir að hún giftist, var ráðist á
hana, hún var kefluð, bundin á
höndum og fótum og flutt á
þennan stað. Húsmóðir hennar
skipaði svo fyrir, að hún skyldi
hlekkjuð við þennan staur og
þar var hún, unz hún ól barn
sitt. Mánuði eftir barnsburðinn
var hún hlekkjuð á ný, en am-
bátt færði henni barnið, svo að
hún gæti gefið því að sjúga. Að-
eins ambáttin og húsmóðirin
vissu, hvar hún var. Hún var
búin að vera í hlekkjum í f jögur
ár.
Anna komst svo við af sögu
konunnar, að hún ásetti sér að
leggja mál hennar fyrir konung-
inn. Það vildi svo vel til, að hún
hafði nýlega keypt vísindakver
eitt, og hafði hún ætlað sér að
gefa konunginum það.
Konungurinn varð mjög hrif-
inn af bókinni og lofaði að láta
athuga mál L’Ore.
Skömmu síðar var L’Ore leyst
úr fjötrunum og leyft að fara
heim til sín. Daginn eftir kom
eiginmaður hennar til Önnu.
Hann sagði henni, að nafni son-
ar þeirra, Harmur, hefði verið
breytt í Frelsi.
Anna varð fræg fyrir þetta
afrek sitt. Þrælar úr konungs-
höllinni, sem fóru í verzlunarer-
indum til borgarinnar, sögðu
kaupmönnunum söguna, og þeir
sögðu hana viðskiptamönnum
sínum. Fólk, sem Anna þekkti
ekki neitt, fleygði sér til jarðar,
þegar það mætti henni. Það kom
skríðandi til hennar, þegar hún
sat á svölunum á kvöldin. Þegar
hún kom inn í skólastofuna,
voru blómsveigar á stólnum
hennar. Upp frá þessu gekk hún
undir nafninu „Hvíti engillinn“
meðal almúgans í konungshöll-
inni og borginni. „Farðu til
Hvíta engilsins og hann mun
hjálpa þér,“ voru huggunarorð-
in, sem hvíslað var í eyru hinna
bágstöddu.
En það voru ekki einungis hin-
ir f átæku sem báðu hana að leysa
vandræði sín, heldur og tignar-
frúrnar í kvennabúrinu. Hún
var allt í einu, og án þess að það
væri ætlun hennar, orðin mál-
svari hinna kúguðu gagnvart
kúgaranum. Dag eftir dag var