Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 122
:120
ÚRVAL
•og niðurlút. Handjám vom á
bönduxn hennar, og smágerðir,
'oerir fæturnir gátu varla dreg-
ið þungu hlekkina, sem festir
voru um ökla hennar.
Ákæran gegn henni var ó-
hrekjandi. Hún hafði ekki ein-
ungis verði' handtekin í prest-
búningi þeim, sem hún hafði
notað á flóttanum, heldur var
bréfmiði saumaður á skikkjuna
innanverða, og á hann var skrif-
að Phra Palat, nafn eins af
prestunum.
Dómararnir voru hvorki í vafa
um, hverskonar synd hefði ver-
ið drýgð né um sekt beggja að-
ilanna. En Tuptim neitaði stöð-
ugt, að presturinn væri sekur.
Tíguleik þessarar veik-
byggðu stúlku, þegar hún stóð
ögrandi frammi fyrir dómurun-
um, skapaði Önnu þá bjarg-
föstu sannfæringu, að hún væri
saklaus. Hún hraðaði sér út úr
dómsalnum til þess að leggja
xnálið fyrir konunginn.
„Yðar hátign,“ hóf Anna mál
sitt, og rödd hennar var eins og
hún átti að sér, „ég kem rakleitt
frá réttarhöldunum yfir Tup-
*tim, og ég er sannfærð um, að
hún er saklaus af þeim glæp,
sem hún er ákærð fyrir.“
Konungurinn leit á hana með
hvössum, samankipruðum aug-
unum, sem minntu hana oft á
fuglsaugu.
„Þér eruð vitlaus!“ sagði
hann. Hann starði á hana kulda-
lega og fullur tortryggni, síðan
beygði hann sig áfram og hló
framan í hana. Hún stökk upp
eins og hann hefði slegið hana.
í reiðisvipnum á andliti hans sá
hún bregða fyrir einhverju við-
bjóðslegu, einhverju djöfullegu,
sem hún hafði aldrei séð þar
áður.
Hann hafði engan áhuga á
málsbótum í Tuptimmálinu. Öll
siðgæðis- og réttlætistilfinning
var horfin, uppsvelgdaf dýrsleg-
um blóðþorsta særðs metnaðar
og blindri afbrýðissemi. Önnu
brá, þegar henni varð ljóst, hve
konungurinn bjó jrfir mikilli
grimmd og mannvonzku. Hún
varð alveg orðlaus og bjóst til
að fara.
En konungurinn hafði lesið
svip hennai'. Viðbjóður hennar
hafði haft þau áhrif, að hann
hafði áttað sig og var nú aftur
eins og ekkert hefði ískorizt.
„Frú“, sagði hann skipandi
röddu, „komið hingað. Ég skal
verða við ósk yðar. Stúlkan skal
verða dæmd til að vinna í rís-
myllunni ævilangt. Ég skal