Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 125
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
123
Tuptims, og að síðustu var eng-
inn, sem dirfðist að svívirða þau.
Anna hitti ekki konunginn í
mánuð eftir dauða Tuptims.
Loks sendi hann eftir henni.
Hún hafði aldrei verið eins
kuldaleg, hörð og miskunnar-
laus og hún var nú. Hann lét
sem ekkert væri og fór að tala
um Tuptim.
„Ég sé mikið eftir Tuptim,“
sagði hann, og það fór ekki
fram hjá Önnu, að hann sagði
satt. Hann var sorgmæddur á
svipinn. ,,Ég trúi því nú, að hún
hafi verið saklaus. Mig dreymdi,
að ég sæi Tuptim og Palat svífa
saman í geimnum, og hún
beygði sig niður, snart mig
og sagði: „Við vorum hrein
og saklaus á jörðinni, og
sjá, við erum hamingju-
söm nú.“ Ég er sorgbitinn,
Mem, ákaflega sorgbitinn, og
ég ber virðingu fyrir dómgreind
yðar. Ég ætla að láta reisa
varða til minningar um þau
Tuptim og Palat.“
Og á þeim stað, þar sem þau
höfðu dáið, voru reistir tveir
háir og grannir chedis að boði
konungs, og var á þeim báðum
þessi áletrun: „Sólir setjast og
koma upp aftur, en hin hreinu
og hugrökku Palat og Tuptim
munu aldrei hverfa aftur til
jarðarinnar.“ Þar sem hann
trúði á endalausa hringrás fæð-
ingar og endurfæðingar, sem
ekki lyki fyrr en í Nirvana, voru
orð hans vottur þeirrar sann-
færingar hans, að Tuptim og
Palat hefðu sloppið við endur-
holdgunina, sökum hreinleika
síns.
O
Eftir því sem lengur leið, varð
Önnu það æ ljósara, að hana
langaði að fara frá Síam. Hún
hafði ekki séð Avis dóttur sína
í fimm ár, og Louis þurfti að
fara að ganga í skóla. Heilsu
hennar hafði líka hrakað. Hún
var farin að fá hitasóttarköst.
Enda þótt konungurinn féllist
á að fækka kennslustundum
hennar vegna lasleikans, varð
hún þó að vinna engu minna en
áður fyrir sjálfan hann.
Eitt sinn var hún beinlínis í
hættu stödd vegna skapofsa
konungsins. Þau höfðu orðið
ósammála út af bréfi, og skyndi-
lega kom einkaritari konungs-
ins inn með ákæruskjal, sem
hún átti að undirrita. Meðal
ákæranna var óhlýðni, vanþakk-
læti og „illar hugsanir", og enn-
fremur, „að hún hefði gengið
yfir höfuð hans hátignar“.