Úrval - 01.12.1949, Blaðsíða 48

Úrval - 01.12.1949, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL sneri sér svo að okkur. „Það eru sumar bækur eins og þessi, sem ég vildi næstum óska að ég hefði ekki lesið. Margar dyr ánægju eru mér lokaðar nú, en þær standa ykkur öllum opnar!“ Hann hafði mikla trú á lestri utan skólabóka. ,,Ef ég ætti að setja fram allar ráðleggingar mínar í einu orði,“ sagði hann einu sinni, „mundi það vera glefsur. I sérhverju bókasafni bíður ykkar allt það bezta, sem hefur verið hugsað, skynjað og sagt í heiminum. Bragðið á því, glefsið í það. Kíkið í margar bækur, lesið glefsur hér og þar. Takið svo með ykkur heim og les- ið betur þær bækur, sem tala til ykkar, sem vekja áhuga ykkar. Hvernig mundi ykkur falla að lifa á annarri öld, eða í öðru landi?“ hélt hann áfram. „Hví ekki að lifa um stund í Frakk- landi á tímum byltingarinnar ?“ Hann þagnaði og skrifaði á töfl- una: Tále of Two Cities — Dick- ens. „Eða austur í Gyðingalandi á blómaskeiði rómveskra keis- aradæmisins ?“ Hann skrifaði: Ben-Húr — Wallace. Hann lagði frá sér krítina. „Sá sem les, lifir mörgum lífum. Sá sem les ekki, gengur um þessa jörð með bund- ið fyrir augun.“ Veturinn leið alltof fljótt. Síðasta morguninn í skólanum ákvað bekkurinn skyndilega að halda bókmenntalegt kveðju- samsæti fyrir Stone, þar sem flutt yrðu kvæði og fleira, sam- ið í tilefni dagsins. Einn okkar byrjaði á kvæði, sem hann kallaði „Kveðja“. Við lögðum höfuðin í bleyti, bættum við ljóðlínum hver sem gat, svo að úr varð alllangur bragur. Svo stakk annar upp á, að við semdum skopstælingu, og við tókum brag Gilberts og Sulliv- ans „Lögreglumaðurinn á ekki sjö dagana sæla“, og við breytt- um honum í „Veslings Wilmer á ekki sjö dagana sæla“. Þegar skopstælingunni var lokið, söng bezti söngmaðurinn í bekknum hana við raust, og við æptum af kæti. Að áliðnum degi, þegar Stone gekk hægum skrefum inn í stofu 318, leiddum við hann til sætis á fremsta bekk. Þið mun- ið eftir gömlu skólabekkjunum með skáhallri plötu og áföstu sæti, sem maðurvarð að smeygja sér í frá hlið. Stone var langur og beinastór og varð að skjóta út fótunum til beggja hliða. Einn úr bekknum settist í kennarastólinn og hóf að flytja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.