Úrval - 01.12.1949, Blaðsíða 103

Úrval - 01.12.1949, Blaðsíða 103
ÆVISAGA DICKENS 101 Ætlun hans var, að koma öll- um til að dást að Litlu Nell og hata Quilp, og honum tókst að fá samtímamenn sína til þess. En hætt er við að nútíma les- anda þyki söguhetjan leiðinleg, en verði aftur á móti hrifinn af þorparanum. * Þegar hinum tuttugu og níu ára gamla r'ithöfundi fæddist fjórða barnið árið 1841, fór hann að fá áhyggjur af fjár- hagsafkomu fjölskyldunnar, og auk þess langaði hann líka til að hvíla sig frá ritstörfunum. Þar sem skoðanir hans voru róttækar, samanborið við hina íhaldssömu stjórnarhætti í Englandi, taldi hann, að sín biði mikill sigur annarsstaðar, í landi þar sem jöfnuður ríkti, og þar sem auðveldara var að afla sér fjár. Rithöfundurinn Washington Irving fullvissaði hann um, að hann myndi fara sigurför um Ameríku, og þá tók hann ákvörðun sína: „Ég hef ákveðið (ef guð lofar) að fara til Ameríku og ég legg af stað eins fljótt eftir jól og fært verður“, skrifaði hann Forster. Hann lagði af stað frá Liver- pool, ásamt konu sinni, í fyrstu viku ársins 1842. * Dickens var tekið með slík- um kostum og kynjum í Banda- ríkjunum. að einsdæmi var, og enginn rithöfundur hefur feng- ið aðrar eins viðtökur síðan í neinu landi, þegar frá er talin önnur för Ðickens tii Bandaríkj- anna, tuttugu og fimm árum síðar. En enda þótt aldrei hafi verið uppi konungur eða keisari, sem var svo dáður og hylltur, eins og hann komst að orði um við- tökurnar, þá leit þó fyrirfólk- ið í Boston framkomu hans og klæðaburð óhýru auga. Það Dickens 30 ára. („Mjög lík Dickens" — George Putnam). sagði, að andlit hans minnti á ásjónu Lundúnakaupmanns, hann væri eflaust gáfaður og skemmtilegur, en of gustmikill, of kærulaus í orðum, of ákafur, og rödd hans væri ekki rödd fágaðs manns. Hann var líka gagnrýndur fyrir að vera í lit- skrúðugum vestum. Flestir heldri menn í Boston voru í svörtum silkivestum, en vesti Dickens voru skærgræn eða há-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.