Úrval - 01.12.1949, Blaðsíða 117

Úrval - 01.12.1949, Blaðsíða 117
ÆVISAGA DICKENS 115 manns síns. Hinir stöðugu bamsburðir gerðu sitt til að lama hana, og eftir fæðingu tí- unda barnsins var eins og hún tapaði sér; en raunar hafði eig- inmaðurinn alltaf farið með hana eins og barn, jafnvel þeg- ar hún var á bezta skeiði. Þau höfðu sennilega unnazt eins mikið þegar þau giftust og títt er um unga elskendur; það er þau höfðu þráð hvort annað nægilega mikið til þess að ganga í heilagt hjónaband; en tvennt hafði spillt hjúskap þeirra þeg- ar í upphafi; fyrst minning hans um Maríu Beadnell, og síð- an minningin um Maríu Hog- arth. Kata hafði fljótt orðið þess vör, að hún var einskonar vara-eiginkona; en þar sem hún var rólynd og hæggerð að eðlis- fari, hafði hún iátið það gott heita; og þegar Georgina tók að sér ráðmennsku á heimilinu, varð hún fremur þakklát en gröm. Það sem gerði henni lífið erfiðast, og neyddi hana loks til að stinga upp á því, að þau skyldu slíta sambúðinni, voru hinir stöðugu árekstrar, sem stöfuðu af gerólíku skap- ferli þeirra. Þessir árekstrar færðust í vöxt eftir því sem ár- in liðu, og það var skömmu eft- ir að Household Words kom út árið 1849, að hún minntist fyrst á skilnað. I nokkur ár var hann andvíg- ur skilnaðarhugmyndinni. Hann hélt því fram við konu sína, að fyrsta skylda þeirra væri að sjá um velferð barnanna og því yrðu þau að búa saman áfram. Ekki er kunnugt að hann hafi skýrt henni frá höfuðástæðunni fyrir mótþróa sínum gegn skiln- aði, en hún var sú, að slíkt gæti skaðað hann sem rithöfund, því að hann hafði einkum aflað sér vinsælda með lýsingum sínum af fögru heimilislífi og ham- ingjusömu hjónabandi. Auk þess var hann barn sinnar aldar, og skirrðist við að ganga í ber- högg við það, sem var talið rétt og siðsamlegt. Það lágu því margar gildar ástæður til þess, að hann óskaði ekki skilnaðar við konu sína; og ef hann hefði ekki verið jafnbráður og ör- lyndur og hann var, og hefði ekki ofgert sér við ritstörfin, myndi aldrei hafa komið til samvistarslita. Hogarthfólkið átti sinn mikla þátt í að upp úr slitnaði með þeim hjónunum. Tengdaforeldr- ar hans og skyldulið eiginkon- unnar reyndi að hafa sem mest gott af honum, það dvaldi oft langdvölum á heimili hans, jafn- vel þegar hann var fjarver- andi, og hann varð stundum að borga reikninga þess. Honum féll hvergi nærri vel við tengda- fólk sitt, og Georgina virðist hafa verið á bandi hans, en fyrir það féll hún sjálf í ónáð, og það var farið að piskra um, hve óviðeigandi það væri, að hann léti mágkonu sína ráða öllu á heimilinu. Þetta skraf barst Dickens til eyrna, og varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.