Úrval - 01.12.1949, Blaðsíða 105

Úrval - 01.12.1949, Blaðsíða 105
ÆVISAGA DICKENS 103 til, herra Putnam, þeir eru það allir!“ hrópaði hann. „Ég hef varla hitt nokkurn mann, síðan ég kom hingað, sem er ekki mesti maður landsins." Dickens eignaðist marga vini í Bandaríkjunum, en álit hans á íbúum landsins kemur bezt fram í bréfi til manns nokkurs, sem spurði hann, hvort hann þekkti nokkurn í New York: ,,Ég þekki engan amerískan ,,gentleman.“ Guð forði mér frá að setja saman þessi tvö orð.“ A ferð og flugi. Énginn Englendingur hefur orðið jafn innilega feginn heim- komunni til föðurlandsins og Dickens. Engar tilfinningar eru líkar geðhrifum heimkomunnar; rigningin verður yndisleg, ang- an þokunnar sæt og óhreinindin og dimman himnesk fyrirbrigði. Dickens þaut frá einum vini sín- um til annars, frá sér numinn af gleði. I fyrstu gat hann ekki hamið sig við ritstörfin, heldur eyddi dögunum í leik við börn sín og flakk með Porster, en eftir hálf- an mánuð var hann tekinn til við að skrifa ferðaminningar frá Ameríku. Það voru ekki margir Amer- íkumenn, sem urðu hrifnir af þessari bók hans, American Notes, og kann það að hafa staf- að af því, að líkast var sem við- horf höfundarins væri afstaða siðaðs manns til villimanna, og vingjarnleiki hans bætti ekki úr skák, heldur þvert á móti. En áður en árið var liðið, var hann byrjaður á að semja skáldsögu um lífið í Bandaríkjunum, og sé hægt að segja að ferðasagan fengi kaldar viðtökur, þá er óhætt að fullyrða, að skáldsög- unni hafi verið tekið með full- kominni andúð. Enda var það engin furða, því að í Chuzzlewit var Ameríkumönnum lýst sem höfðingjasleikjum, vindhönum, hræsnurum, lygurum, gorturum, svikurum, föntum, morðingjum og fábjánum. Dickens sagði: „Martin (Chuzzlewit) hefur gert alla handan við hafið kol- brjálaða.“ Englendingar tóku skopið ekki eins nærri sér, en ef dæma skal eftir sölu bókarinnar, þótti þeim það ekki nógu smellið, því að bókin seldist ekki nærri eins vel og Pickwick eða Nickleby. Dickens, sem áleit að Martin Chuzzlenit væri miklu fremn fyrri skáldsögum sínum, varð fyrir miklum vonbrigðum. Vonbrigði hans urðu enn meiri, þegar næsta bók hans, Jólaœvintýri, kom út, því að á þeirri útgáfu varð tap. Hann samdi þessa stuttu sögu haustið 1843, þegar hann var að skrifa Chuzzlewit, og hann varð altekinn af henni. Hann „grét og hló og grét aftur“ þeg- ar hann var að skrifa hana, og efnið kom honum í svo mikið uppnám, að hann „gekk um dimm Lundúnastræti, oft fimmtán eða tuttugu mílna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.