Úrval - 01.08.1951, Síða 4
2
tJRVAL
framleiðsla og því eftirsóknar-
verðara fyrir framleiðandann,
að dagdraumaframleiðsla hans
geti lotið lögmálum fjölfram-
leiðslunnar, eru þesskonar for-
skriftarmyndir ekki jafnút-
gengilegar og áður.
Ár eftir ár bera vinsælustu
kvikmyndirnar vitni fjölbreyti-
leik í smekk almennings. í hópi
þeirra eru söngvamyndir, harm-
leikir, gleðileikir, skopleikir,
stríðsmyndir og sögulegar
myndir. En þrátt fyrir þenna
ótvíræða vitnisburð halda fram-
leiðendurnir áfram að leita að
forskriftum og framleiða
myndaflokka, sem fjalla um
sama efni.
Alkunnugt orðatiltæki í kvik-
myndaiðnaðinum er: „Við bú-
um til þær myndir, sem fólkið
vill sjá“. Aðferðin til þess að
kanna vilja fólksins í þessu efni
er sú, sem notuð er við skoð-
anakannanir. Hópur manna,
valinn eftir sérstökum reglum,
er spurður spurninga eins og
t. d., „langar yður til að sjá
mynd, sem byggð er á sögu
um . . .“ og síðan er söguþráð-
urinn rakinn í örfáum setning-
um. Stundum eru leikararnir,
sem leika eiga í myndinni, til-
greindir.
Frá fjárhagslegu sjónarmiði
hlýtur skoðanakönnun af þessu
tagi ætíð að verða ófullnægjandi.
Almenningur veit ekki fyrir-
fram hverskonar mynd haxrn
vill sjá. Ef einhver maður er
spurður svona spurningar
hljóta þær myndir, sem hann
hefur nýlega séð að ráða svar-
inu. Ef honum hefur þótt góð
síðasta sálfræðilega glæpamynd-
in, sem hann sá, er viðbúið að
hann óski eftir annarri slíkri
mynd. En sú mynd verður ekki
tilbúin fyrr en eftir eitt eða hálft
annað ár, og þá er maðurinn
kannski búinn að sjá margar
samskonar myndir og orðinn.
leiður á þeim, eða að smekkur
hans er breyttur. Einnig er vafa-
samt, að söguefnið eitt út af
fyrir sig ráði mestu um vinsæld-
ir kvikmjnda. Meðferð leik-
stjórans og leikaranna getur
eyðilagt gott söguefni eða gert
skemmtilega mynd úr litlu efni.
Skynsamlegra frá öllum sjón-
armiðum væri fyrir kvikmynda-
framleiðendur að kynna sér
breytingar á viðhorfum og hátt-
erni fólksins. Öllum stóriðju-
höldum er nauðsyn að kunna
skil á mörkuðum fyrir vörur
sínar. En framleiðsla drauma-
verksmiðjanna er ekki sama