Úrval - 01.08.1951, Side 8
6
Ctrval
að ná með því að hafa nákvæmt
eftirlit með hverju smáatriði, og
tryggj a þannig myndinni yf irskin
dyggða og siðprýði, að afneita
líffræðilegum eigindum manns-
ins og dýranna, að refsa öllum
glæpum og syndum og forðast
að sýna hvorttveggja í einstök-
um smáatriðum. Það reynir
einnig að forðast eftir mætti
að gefa ógeðfellda mynd af með-
limi einhvers kynþáttar, trúar-
flokks, þjóðar eða atvinnustétt-
ar, án þess að sem mótvægi sé
gefin geðfelld mynd af öðrum
manni af sama flokki.
Þessu yfirskini dyggðanna er
haldið uppi á margvíslegan hátt.
Vændiskonu má aldrei sýna í
kvikmynd. Ef vændiskonur
koma fyrir í sögu, sem kvik-
mynda á, þá er þeim breytt í
dansmeyjar eða frammistöðu-
stúlkur í vínstofum. Það er
sennilega nú orðið talið sjálf-
sagt, að dansmeyjar á kaffihús-
um, sem sýndar eru í kvikmynA,
séu vændiskonur. En yfirskyn
dyggðanna hefur Sambandinu
tekizt að varðveita.
Allar vísibendingar um náið
ástalíf bæði utan og innan
hjónabandsins, eru bannaðar.
Kvikmyndaframleiðendur eru
iðulega minntir á, að hjón ættu
ekki að vera ,,um of áköf að
notfæra sér hjónabandsrétt
sinn“. Jafnvel blíðuhót milli
hjóna eru bannfærð. Samband-
ið bað um að fellt yrði úr mynd
atriði þar sem maðurinn var að
hneppa kjól konunnar sinnar á
bakinu og kyssti hana um leið
aftan á hálsinn, og annað atriði
þar sem maður sást klappa blíð-
lega á rass konu sinnar.
Stranglega er bannað að sýna
nokkuð, sem gefi í skyn kyn-
ferðismök eða eitthvað í þá átt.
I mynd þar sem tvær persónur
eiga að vera mjög ástfangnar
hvor af annarri, bað Sambandið
um að fellt yrði niður atriði, sem
sýndi fætur hjónaleysanna
snertast undir borði í veitinga-
stofu. Mikillar varúðar verður
að gæta í sambandi við kossa
og faðmlög. Faðmlög má aldrei
sýna í láréttri stellingu, og held-
ur ekki í rúmi, jafnvel þó að
aðilar séu í öllum fötum og auk
þess hjón.
Bann við ,,dónaskap“ er jafn-
strangt. Ropi og önnur búkhljóð
eru talin dónaleg og ekki sýn-
ingarhæf. f mjmd frá Afríku
var atriði, þar sem afríkuhöfð-
ingi heyrðist ropa. Sambandið
lét klippa ropann úr, enda þótt
ekki sé talið dónalegt meðal