Úrval - 01.08.1951, Síða 23
VORÞYTUR 1 BLÓÐI
21
Farley auðveldara fyrir að vera
fjarverandi þegar það skeði. „f
fyrra gaf reinin bezta bómull-
aruppskeru, og ég er viss um,
að hægt er að fá enn meiri
uppskeru í ár. Já, ég held þú
ættir að byrja á morgun, Farl-
ey.“
Og enn hafði hann ekki mátt
til að segja annað en: ,,Já,
kannski.“
Farley vissi að hann mundi
ekki fara út á reinina daginn
eftir, að hann gæti ekki farið
svo fljótt. Hann sagði við sjálf-
an sig, að hann færi ekki fyrr
en hann hefði gert karlmanns-
skyldu sína og flæmt Boone
Timmons í burtu; en jafnvel
meðan þessi orð voru að taka
á sig mynd í huganum bjó hon-
um sá lamandi grunur í brjósti,
að hann mundi sennilega fara
þangað ekki á morgun heldur
hinn daginn. Og hann fyrirvarð
sig fyrir þennan grun og reyndi
að hrista hann af sér með því
að grípa fastar um biblíuna og
mynda hvert orð með vörunum:
„Sælir eru fátækir í anda, því
að þeirra er himnaríki. Sælir
eru syrgjendur, því að þeir
munu huggaðir verða. Sælir eru
auðmjúkir, því að þeir munu
landið erfa.“
Hann fór ekki að plægja
næsta dag en settist á sama stað
við dyrnar og hann hafði setið
tvo undanfarna daga. Það var
komið fast að hádegi þegar hann
sá vöðvamikinn líkama Boone
Timmons skríða fram úr þykk-
um fenjagróðrinum. Þegar hann
var kominn á autt land staldraði
hann við andartak og lagði síð-
an af stað yfir bómullarakurinn
í áttina til Farleys. Farley
hrökk saman við tilhugsunina
um að hann ætlaði að ganga rak-
leitt heim að kofanum, en þegar
hann kom að litla eikartrénu
um 40 metra frá kofadyrunum,
settist hann niður og hallaði sér
upp að eikarstofninum. Svo
byrjaði hann aftur að stara.
Hann horfði yfir höfuð Farleys
og inn í húsið, en stöku sinnum
leit hann beint á Farley og þá
neyddist Farley til að líta niður.
Nóna var inni í eldhúsi, en
hann heyrði ekkert til hennar.
Ekkert ský var á himninum og
dagurinn var sá heitasti, sem
komið hafði á árinu. Klukkan
var orðin þrjú þegar hann tók
loksins til máls. Hann hafði all-
an tímann verið að velta fyrir
sér ósannindunum, sem hann
ætlaði að segja manninum.
,,T-Timmons“, sagði hann,