Úrval - 01.08.1951, Síða 23

Úrval - 01.08.1951, Síða 23
VORÞYTUR 1 BLÓÐI 21 Farley auðveldara fyrir að vera fjarverandi þegar það skeði. „f fyrra gaf reinin bezta bómull- aruppskeru, og ég er viss um, að hægt er að fá enn meiri uppskeru í ár. Já, ég held þú ættir að byrja á morgun, Farl- ey.“ Og enn hafði hann ekki mátt til að segja annað en: ,,Já, kannski.“ Farley vissi að hann mundi ekki fara út á reinina daginn eftir, að hann gæti ekki farið svo fljótt. Hann sagði við sjálf- an sig, að hann færi ekki fyrr en hann hefði gert karlmanns- skyldu sína og flæmt Boone Timmons í burtu; en jafnvel meðan þessi orð voru að taka á sig mynd í huganum bjó hon- um sá lamandi grunur í brjósti, að hann mundi sennilega fara þangað ekki á morgun heldur hinn daginn. Og hann fyrirvarð sig fyrir þennan grun og reyndi að hrista hann af sér með því að grípa fastar um biblíuna og mynda hvert orð með vörunum: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru auðmjúkir, því að þeir munu landið erfa.“ Hann fór ekki að plægja næsta dag en settist á sama stað við dyrnar og hann hafði setið tvo undanfarna daga. Það var komið fast að hádegi þegar hann sá vöðvamikinn líkama Boone Timmons skríða fram úr þykk- um fenjagróðrinum. Þegar hann var kominn á autt land staldraði hann við andartak og lagði síð- an af stað yfir bómullarakurinn í áttina til Farleys. Farley hrökk saman við tilhugsunina um að hann ætlaði að ganga rak- leitt heim að kofanum, en þegar hann kom að litla eikartrénu um 40 metra frá kofadyrunum, settist hann niður og hallaði sér upp að eikarstofninum. Svo byrjaði hann aftur að stara. Hann horfði yfir höfuð Farleys og inn í húsið, en stöku sinnum leit hann beint á Farley og þá neyddist Farley til að líta niður. Nóna var inni í eldhúsi, en hann heyrði ekkert til hennar. Ekkert ský var á himninum og dagurinn var sá heitasti, sem komið hafði á árinu. Klukkan var orðin þrjú þegar hann tók loksins til máls. Hann hafði all- an tímann verið að velta fyrir sér ósannindunum, sem hann ætlaði að segja manninum. ,,T-Timmons“, sagði hann,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.