Úrval - 01.08.1951, Síða 115
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR —
113:
en nokkurn annan mann í ver-
öldinni — gat hún hafa skrif-
að þessa ástarjátningu ? En
hama stóð það samt svart á
hvítu.
„ . . . Ég hef lært að elska
og þjást. En þú, hvernig elskar
þú? Brennandi augnaráð þitt,
sterkir armar þínir, djörf þrá
þín bæði lokkar mig og skelfir.
. . . Ég horfi á þig óttaslegin
og undrandi og þó þrái ég þig.
. . . Ég veit ekki, hvort þú elsk-
ar mig í raun og veru. Ég mun
aldrei fá að vita það . . . Ef
til vill finn ég ekki heldur það
hjá þér, sem ég leitaði árang-
urslaust hjá öðrum. En ég get
alltaf talið mér trú um, að það
sé hjá þér að finna . . . Hyl þú
sál þína fyrir mér, svo að ég
geti alltaf talið mér trú um, að
hún sé fögur.“
Pagello varð alveg ringlaður,
þegar hann las þetta. Ef hann
hefði lesið Lélia, hefði honum
strax orðið Ijóst, að þetta var
sami skáldlegi rithátturinn, og
í þeirri bók, en þar sem hann
hafði ekki lesið neitt af ritum
George Sand, vissi hann ekki
hvort hann ætti heldur að falla
að fótum hennar eða fyrirlíta
hana sem léttúðardrós. En þá
leit hann á klukkuna og sá, að
það var orðið of framorðið til
þess að gera eitt eða annað. Jafn-
vel þó að hann hefði viljað falla
að fótum George Sand, var það
ekki gerlegt um hánótt. Hann sá
sér því ekki annað vænna en að
leggjast til svefns.
Morguninn eftir fór hann til
sjúklingsins á venjulegum tíma.
Þegar hann kom inn í herbergi
Mussets, sá hann George Sand
hvergi. Sjúklingnum leið vel.
Þeir ræddust við um stund, en
læknirinn leit svo oft til dyr-
anna, að afbrýðisemi Mussets
vaknaði.
Brátt opnuðust dymar, Pagello
sá litla, hvítglófaða hönd hvíla
á húninum, og síðan kom George
Sand inn í herbergið. Hvílík um-
skipti! Vefjarhötturinn var
horfinn, en í stað hans kominn
fallegur hattur með fagurri
strútsfjöður. Kasmírsjal með
persnesku mynstri sveipaðist um
brúnan silkikjólinn. Pagello reis
á fætur og gapti af undrun.
,,Ég þarf að fara í búðir, dr.
Pagelío,“ sagði hún. „Þér megið
sjálfsagt ekki vera að því að
koma með mér?“
Þau gengu fram og aftur í
þrjár klukkustundir og töluðu
saman. George Sand sagði Pa-
gello frá fortíð sinni og sérstak-
lega sambúðinni við Musset; þau
hefðu elskazt, en Musset hefði
komið illa fram við hana. Hún
elskaði hann enn sem systir, en
taldi sig að öðru leyti frjálsa.
Pageilo hlustaði, starði í hið
hættulega djúp og gaf síðan upp
alla vörn. „Ég sá, hvaða örlög
biðu mín,“ sagði hann seinna.
„Ég fann hvorki til fagnaðar né
sársauka, en kastaði mér út í
djúpið með lokuð augun.“
En það var í rauninni ekkert
djúp, sem Pagello varpaði sér