Úrval - 01.08.1951, Síða 115

Úrval - 01.08.1951, Síða 115
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR — 113: en nokkurn annan mann í ver- öldinni — gat hún hafa skrif- að þessa ástarjátningu ? En hama stóð það samt svart á hvítu. „ . . . Ég hef lært að elska og þjást. En þú, hvernig elskar þú? Brennandi augnaráð þitt, sterkir armar þínir, djörf þrá þín bæði lokkar mig og skelfir. . . . Ég horfi á þig óttaslegin og undrandi og þó þrái ég þig. . . . Ég veit ekki, hvort þú elsk- ar mig í raun og veru. Ég mun aldrei fá að vita það . . . Ef til vill finn ég ekki heldur það hjá þér, sem ég leitaði árang- urslaust hjá öðrum. En ég get alltaf talið mér trú um, að það sé hjá þér að finna . . . Hyl þú sál þína fyrir mér, svo að ég geti alltaf talið mér trú um, að hún sé fögur.“ Pagello varð alveg ringlaður, þegar hann las þetta. Ef hann hefði lesið Lélia, hefði honum strax orðið Ijóst, að þetta var sami skáldlegi rithátturinn, og í þeirri bók, en þar sem hann hafði ekki lesið neitt af ritum George Sand, vissi hann ekki hvort hann ætti heldur að falla að fótum hennar eða fyrirlíta hana sem léttúðardrós. En þá leit hann á klukkuna og sá, að það var orðið of framorðið til þess að gera eitt eða annað. Jafn- vel þó að hann hefði viljað falla að fótum George Sand, var það ekki gerlegt um hánótt. Hann sá sér því ekki annað vænna en að leggjast til svefns. Morguninn eftir fór hann til sjúklingsins á venjulegum tíma. Þegar hann kom inn í herbergi Mussets, sá hann George Sand hvergi. Sjúklingnum leið vel. Þeir ræddust við um stund, en læknirinn leit svo oft til dyr- anna, að afbrýðisemi Mussets vaknaði. Brátt opnuðust dymar, Pagello sá litla, hvítglófaða hönd hvíla á húninum, og síðan kom George Sand inn í herbergið. Hvílík um- skipti! Vefjarhötturinn var horfinn, en í stað hans kominn fallegur hattur með fagurri strútsfjöður. Kasmírsjal með persnesku mynstri sveipaðist um brúnan silkikjólinn. Pagello reis á fætur og gapti af undrun. ,,Ég þarf að fara í búðir, dr. Pagelío,“ sagði hún. „Þér megið sjálfsagt ekki vera að því að koma með mér?“ Þau gengu fram og aftur í þrjár klukkustundir og töluðu saman. George Sand sagði Pa- gello frá fortíð sinni og sérstak- lega sambúðinni við Musset; þau hefðu elskazt, en Musset hefði komið illa fram við hana. Hún elskaði hann enn sem systir, en taldi sig að öðru leyti frjálsa. Pageilo hlustaði, starði í hið hættulega djúp og gaf síðan upp alla vörn. „Ég sá, hvaða örlög biðu mín,“ sagði hann seinna. „Ég fann hvorki til fagnaðar né sársauka, en kastaði mér út í djúpið með lokuð augun.“ En það var í rauninni ekkert djúp, sem Pagello varpaði sér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.