Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 31
BELLIBRÖGÐ HÁDEGISBAUGSINS
29
júní og komið aftur til bæki-
stöðva sinna hinn 27. júní.
Skýringin var auðvitað sú, að
þær höfðu farið tvisvar yfir há-
degisbauginn.
Allir þessir duttlungar hádeg-
is baugsins eiga sér í raun og
veru ósköp einfalda skýringu:
dagurinn verður að byrja ein-
hversstaðar. Allar þjóðir heims
hafa orðið sammála um, að sá
staður skuli vera 180. lengdar-
baugurinn talið frá Greenwich í
Englandi. Ekki hefði verið hægt
að láta daginn byrja í Green-
wich, því að Greenwichbaugur-
inn liggur um alltof mörg
byggð lönd og af því hefði hlot-
izt allt of mikill ruglingur. Það
væri til dæmis ekki þægilegt
fyrir fjölskyldu, sem væri þann-
ig sett, að þegar mánudagur
væri að byrja í eldhúsinu, væri
enn laugardagskvöld í forstof-
unni.
Hádegisbaugurinn fylgir þó
ekki 180. lengdarbaugnum al-
veg. Fyrir norðan norðurheim-
skautsbaug beygir hann til aust-
urs fyrir austasta tanga Asíu
og liggur þar um Beringssund.
Því næst beygir hann til vesturs,
vestur fyrir Aleutaeyjar. Fjmir
sunnan þær beygir hann aftur
til austurs unz hann nær 180.
lengdarbaugnum og fylgir hon-
um síðan suður Kyrrahaf, suður
undir Fijieyjar. Þar beygir hann
enn til austurs, austur fyrir
Tongaeyjaklasann, og liggur
síðan beint í suður unz hann
kemur suður fyrir Nýja Sjáiand,
þá beygir hann aftur til vesturs
og fylgir 180. lengdarbaugnum
eftir það.
Alþjóðasamþykktin um há-
degisbauginn var gerð á alþjóða-
fundi í Washington árið 1884.
Þörfin á einhverju slíku alþjóða-
samkomulagi hafði þó þegar
gert vart við sig 400 árum áður
þegar siglingar umhverfis hnött-
inn fóru að tíðkast. Það kom
sem sé í ljós, að er skip komu
heim úr siglingu umhverfis jörð-
ina, kom dagatal skipverja ekki
heim við dagatal heimamanna,
munaði einum degi til eða frá.
Þetta kom mönnum mjög á ó-
vart fyrst í stað, en skýringin
fannst brátt og jafnframt varð
mönnum ljóst hvað gera þurfti.
Gangur málsins er nefnilega sá,
að þegar við siglum í vestur
fylgjum við sólinni og höfum
hana lengur á lofti sem svarar
einni klukkustund fyrir hverjar
15 lengdargráður. Lengdargráð-
urnar eru 360, og á einni ferð í
kringum hnöttinn vinnum við