Úrval - 01.08.1951, Side 37
INDLAND Á BÁÐUM ÁTTUM
35
hinum mörgu og miklu þjáning-
um hennar.
I Vesturlöndum er munurinn
á ríkum og fátækum lítill. Bæði
ríkir og fátækir eru í einum
buxum. í Indlandi klæðist einn
maður í dýrustu klæði sem
unnt er að fá meðan þúsundir
eru næstum naktar. Einn etur
dýrasta og bezta mat á meðan
miljónir draga fram lífið á einni
máltíð af brauði og salti á dag.
Andstæðurnar eru himinhróp-
andi. Fæðingartalan og dánar-
talan í Indlandi eru þær hæstu
í heimi. Meira en 80% af börn-
um Indlands fæðast utan sjúkra-
húsa — fæðast ekki einu sinni
í rúmi. Það eru þessar miklu
mannlegu þjáningar í sambandi
við fæðingu og dauða, sem hafa
vaxið svo að mælirinn er senn
fullur. Þær munu ráða úrslit-
um um það hvort Indland verð-
ur áfram lýðræðisríki eða snýst
til kommúnisma.
Hve skjótt getur lýðræðið
bætt lífskjörin, hve lengi mun
þjóðin bíða eftir því að lýðræð-
ið leysi vandamál hungurs, sjúk-
dóma og skorts ? Þolinmæðin
þverr óðum, og næg öfl, innlend
og erlend, eru reiðubúin að nota
sér ástandið.
Sem stendur er innra öryggi
landsins ekki hætta búin af
indverska kommúnistaflokknum
vegna þess að með starfsað-
ferðum sínum hefur hann
hrundið frá sér flestöllum
menntamönnum landsins. Eftir
fyrirmælum frá Moskvu sam-
einaðist hann indverska þjóð-
þingsflokknum í baráttunni fyr-
ir sjálfstæði þjóðarinnar. En á
stríðsárunum sást að hann var
algerlega háður utanríkisstefnu
Sovétríkjanna og skirrðist ekki
við að vinna sjálfstæðisbarátt-
unni tjón henni til stuðnings.
Hann missti því allt fjöldafylgi.
Árið 1948 stofnuðu kommún-
istar um alla Asíu alþýðuheri
og hófu uppreisnir og skæru-
hernað. Uppþot varð í Burma í
marz, uppreisn á Malakkaskaga
í júní og árás gerð á lýðveldi
Indónesíu, sem enn átti í bar-
áttu við hollendinga, í septem-
ber. I Indlandi var stefna.
kommúnista sú að gera harða
hríð að stjórn Nehrus og að
lama efnahagslífið með verkföll-
um, morðum, sprengingum og
skemmdum á járnbrautum.
Þetta aflaði flokknum enn meiri
óvinsælda, því að stjórn Nehrus
var þá nýtekin við með mörg
og mikil fyrirheit á stefnuskrá
sinni, og naut mikilla vinsælda.