Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 28
26
tJRVAL
fyrir sólarupprás færðist það
aftur nær yfirborðinu en sökk
síðan aftur niður á mikið dýpi
eftir að birta tók af degi.
Stundum voru lögin fleiri en
eitt. Þegar vísindamenn voru að
reyna nýja bergmálsdýptarmæla
árið 1942 og 1943, fundu þeir
stundum tvö eða þrjú lög.
Árið 1946 sendu tvö banda-
rísk vísindafélög leiðangur út
á mitt Atlantshaf. Leiðangurs-
menn fundu sömu dularfullu
lögin. Árið eftir og öll árin síð-
an hafa þeir fundið þau aftur.
Fréttir hafa borizt af þessum
lögum bæði af Atlantshafinu
og Kyrrahafinu, frá Mexíkóflóa,
frá höfunum í nánd við suður-
heimskautið og frá hafinu norð-
an við Hawaii allt til norðurhafa.
Af þessu virðist ljóst, að lög
þessi eru allsstaðar að finna í
úthöfunum þar sem leitað hefur
verið eftir þeim.
Hvað þessi lög eru, í raun og
veru, er enn óupplýst, en vís-
indamenn telja víst, að þau séu
lífverur, því að ekkert dautt
(t. d. lög af köldum sjó) geti
færzt stöðugt til fyrir áhrif frá
birtunni í sjónum eins og lög
þessi gera. Litlar lífverur í sjón-
um, svonefnt „dýrasvif“, (zoo-
plankton) eru næmar fyrir ljósi.
Þær færa sig upp og niður í
sjónum eftir birtunni, þannig að
þær eru í stöðugu hálfrökkri.
Aðrar stærri lífverur í sjónum
haga sér á svipaðan hátt, t. d.
kolkrabbinn og risaállinn.
Hugsazt gæti, að þessi lög
væru geysilegar torfur af fiski,
sem lifði á dýpi þar sem engan
hafði grunað að fiskar gætu lif-
að. En flestir haffræðingar hall-
ast frekar að því, að um dýra-
svif sé að ræða. Sumir ætla,
að hér sé um að ræða aragrúa
af smákrabbadýrum, sem lifa í
þéttum torfum. Dýr þessi eru
skyld rækjunum og nefnast á
útlendu máli Euphausia. Þau
eru um 2—3 sm. á lengd og
fylgja birtunni í sjónum, koma.
upp á nóttunni til að nærast á
jurtagróðri nálægt yfirborðinu,
en fara niður aftur með birt-
unni.
Stórir fiskar lifa á dýrasvif-
inu, þeir sem ekki eru ránfisk-
ar, þ. e. lifa á öðrum fiskum.
Sumir haffræðingar geta sér til,
að hin djúpu lög í sjónum séu
ekki aðeins hægfara dýrasvif
heldur einnig mikil mergð fiska,
sem lifi á því. Lítið er vitað um
fiskilíf á svona miklu dýpi, því
að heita má, að ógerlegt sé að
veiða fisk þar. Net er ekki hægt