Úrval - 01.08.1951, Side 68
66
■qrval
er draga úr tannskemmdum,
kom á markaðinn.
Sem fyrstu ráðstöfun gegn
taugaáfalli eftir alvarleg slys
var talið gott að gefa saltvatn
og sóda að drekka, ef blóð eða
blóðvatn er ekki tiltækilegt.
Hagfræðilegar athuganir
leiddu í liós nokkurt orsaka-
samband milli reykinga og
krabbameins í lungum.
Nýtt sykurlaust sætiefni, suc-
aryl, fannst á árinu.
Það skeði í fyrsta skipti sem
vitað er til, að brjálaður maður
kæfði sig með því að bíta í tung-
una á sér og halda niðri í sér
andanum.
Tveim tegundum „náttúrlegra
óvina“, köttum og rottum var
kennt að vinna saman að því að
afla sér fæðu, éta saman, leika
sér saman og lifa saman í ein-
drægni.
Nóbelsverðlaun.
Nóbelsverðlaun í efnafræði
hlutu tveir þjóðverjar, dr. Otto
Diels og dr. Kurt Adler, fyrir að
finna upp alkunna aðferð til að
búa til efnasambönd úr frum-
efnum (synthesis), og er að-
ferðin kennd við þá.
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði
fékk dr. Cecil F. Powell, kennari
við háskólann í Bristol, fyrir
rannsóknir sínar á mesónum og
fyrir að finna upp aðferð til að
ljósmynda þessi brot úr frum-
eindunum.
Nóbelsverðlaun í læknisfræði
hlutu dr. Edward C. Kendall og
Philip S. Hench, læknar við
Mayosjúkrahúsið í Bandaríkjun-
um og dr. T. Reichstein við há-
skólann í Basel í Sviss, fyrir
rannsóknir á nýrnahettunum,
sem leiddu til uppgötvunar hins
nýja lyfs cortison.
CSD ★ cc
Óheppni.
Gamlir vinir hittust eftir margra ára aSskilnað.
„Hefurðu heyrt hvernig fór fyrir Bill?“ spurði annar. Bill var
gamall vinur beggja.
„Nei,“ sagði hinn. „Hvað kom fyrir hann“?
„Hann datt dauður niður fyrir framan vínstofu."
„Var hann á leiðinni út eða inn?“
„Á leiðinni inn.“
„Veslings Bill, það var sjaldan ein báran stök fyrir honum."
— The Farmer’s Weekly.