Úrval - 01.08.1951, Síða 49
„ÖLD VIÐBRAGÐSVÉLANNA"
47
Og ef byggð yrði einn góðan
veðurdag vél með tíu eða hundr-
að elementum í stað þeirra
f jögurra, sem vélin í Gloucester
hefur, yrðu möguleikarnir svo
margir, segja vísindamennirnir,
að jafnvel mannsheilinn hefur
þá ekki fleiri.
Ashby hefur líka skrifað
grein í tæknitímarit um vél sína
jmdir nafninu „Áætlun um
heila“.
Ashby byggði vél sína sem
hjálpartæki við rannsóknir á
því hvernig lifandi verur finna
og viðhalda hinu samstillta lífs-
formi sínu: hæfilegum líkams-
hita og vökvamagni, réttri sam-
setningu blóðsins o. s. frv. Ár-
angurinn sýnir, að Ashby sr
með hugmyndum sínum á réttri
leið.
Þegar hann biður gesti sína
að leggja fyrir vélina ,,gildru“,
reyna að koma henni í strand,
tekst henni alltaf að finna nýja
leið út úr ógöngunum, á sama
hátt og dýrin laga sig eftír
breytingum í ytra og innra um-
hverfi: kulda, hita, sjúkdómum
o. s. frv.
Vél Ashbys er ekki venjuleg
einföld reikningsvél, hún getur
vegið og metið aðstæður. Ef
vélum af þessu tagi yrði í ná-
inni framtíð fengin til úrlausna
hlutlæg vandamál, myndu þær
finna rétt svar. Nægja mundi
að gefa þeim þekktar stærðir úr-
lausnarefnisins.
Viðbragðsvélar framtíðarinn-
ar, segir Ashby, munu kanna
svið, sem eru alltof fíngerð og
flókin til þess að maðurinn geti
með gáfum sínum ráðið við þau.
Hann hefur einkum í huga efna-
hagsleg og pólitísk vandamál,
„sem stundum eru sérfræðing-
unum ofvaxin“.
Dæmi: til þess að ákveða
smjörverðið verða yfirvöldin að
reikna með mörgum lið-
um: framleiðslukostnaði, fram-
leiðslumagni, kaupgetu neyt-
enda og kaupmanna, kröfum
hinna pólitísku flokka, ástand-
inu á heimsmarkaðinum o. m.
fl. Ef vélin fengi alla liðina upp-
gefna, mundi hún samstilla þá
og gefa svo sem svar hið rétta
smjörverð.
1 Ameríku hafa þegar verið
byggðar sjálfvirkar verksmiðj-
ur, þar sem hinum einstöku
þáttum framleiðslunnar er
stjórnað af viðbragðsvélum, eða
því sem á alþjóðamáli er kallað
„róbotar“ (vélmenn). Ef til vill
kemur brátt sá dagur þegar
þessum róbotum verður stjórnað