Úrval - 01.08.1951, Side 104
102
ÚRVAL
til frelsisins og lífsins. „Ef ég
gæti aðeins látið ykkur finna,
hve dásamlegt er að lifa, og hve
gott! — þrátt fyrir erfiðleika,
eiginmenn, áhyggjur, skuldir og
ættingja .. . Að lifa það er æði!
Að elska, að vera elskuð — það
er sæla. Það er himnaríki!"
*
Áróra gerði enga tilraun til
að leyna sambandi sínu við San-
deau, og hún féll ekki heldur
í áliti hjá vinum sínum fyrir það.
Árum saman höfðu áhangendur
Saint-Simons prédikað frjálsar
ástir og lifað samkvæmt kenn-
ingum sínum, þrátt fyrir and-
mæli hinna ,,siðavöndu“ borg-
ara. Saint-Simon, spámaðurinn,
andaðist 1825, en kenningar
hans um þjóðfélagsbætur höfðu
rutt sér mjög til rúms og öðlazt
marga áhangendur, þegar hann
lézt.
Einn af vinum Sandeaus út-
vegaði þeim Áróru risíbúð í
stóru homhúsi við Quai Saint-
Michel. Áróra varð frá sér num-
in, þegar hún sá hana. Ibúðin
var þrjú lítil herbergi og vissu
gluggarnir út að svölum, en það-
an var gott útsýni yfir Signu-
fljót með hinni iðandi bátamergð
og bókamarkaðurinn á fljóts-
bakkanum blasti við. Hin mikla
Notre Dame kirkja virtist aðeins
steinsnar í burtu. Áróra sá mjó-
an turn Sainte-Chapelle teygja
sig til himins, unz hann virtist
hverfa í skýjabólstrana. Ibúðin
var á fimmtu hæð og hvarvetna
gat að líta hin tígulegu minnis-
merki miðaldanna. Áróra hafði
aldrei verið meiri Hugosinni en
nú. Þetta var París Hugos, hin
gráa bjóðsagnaborg rómantísku
skáldanna.
Áróra skrifaði af kappi, stund-
um í samvinnu við Sandeau, en
þó oftar sjálfstætt. Latouche á-
kvað að hætta á að birta sögur
hennar og greinar. La Molinara,.
sem birtist í Figaro 3. marz 1831,
vakti svo mikla athygli, að
starfsmenn blaðsins höfðu nóg
að gera við að svara fyrirspurn-
um um höfundinn, en sagan bar
ekkert höfundarheiti.
Hún hóf nú að semja söguna
Rose et Blanche, eða Leikkon-
an og nunnan, og skrifuðu þau
Sandeau þá sögu í félagi. Það
mátti líka sjá það á bókinni,
að hún var handaverk tveggja
höfunda, en útgefandinn, Mon-
sieur Dupuy, kærði sig kollótt-
an — hann var viss um að bók-
in myndi seljast vel. Efni sög-
unnar var þess eðlis, að það
hlaut að falla vinnukonum vel
í geð — sumar persónurnar voru
ekkert nema dyggðin og sakleys-
ið, en aðrar aftur á móti illar
og fláráðar, svo af bar. Áróra
hafði sem sé fyrir iöngu gert
sér ljóst, að óskynsamlegt var
að taka ekki tillit til „vinnukonu-
smekksins", og hún viðurkenndi.
þetta líka seinna, þegar hún fór
að skýra ástæður þess, að hún
varð svo fræg. ,,Þar sem mér
var kunnugt um, hve vinnukon-
ur eru sólgnar í skáldsögur, þá