Úrval - 01.08.1951, Side 63
TÚLlPANAÆÐIÐ
61
Ekki eru þó túlípanar ræktaðir
um allt landið. Túlípanakrarn-
ir teygja sig meðfram strönd-
inni að baki sandgarðanna, sem
verja landið gegn ágangi sjávar,
einkum norðan til og sunnan til
í landinu.
Hollendingar kalla þessa akra
,,Geestgronden“. Jarðvegurinn í
þeim er ljós og sendinn og bland-
aður kalki. Hann er mjög grop-
inn og drekkur í sig vatnið úr
skurðunum, sem grafnir eru
milli akranna. I apríl og maí
vinna þama menn og konur baki
brotnu við að slíta kollana af
miljörðum túlípana. Það er ekki
aðeins útlendinga, sem tekur
sárt að sjá þessar undurfögru
jurtir afhöfðaðar, hollendingum
er líka sárt um þær — en þjóð-
in hefur enn í sér nokkuð af
hinu 300 ára gamla túlípana-
æði. Blómin eru að vísu undur-
falleg, en þó aðeins aukaatriði
— laukarnir eru miklu mikil-
vægari — það eru þeir sem gefa
björg í bú. Fagmenn í sveitun-
um og vísindastofnanir gera
sífellt tilraunir með nýjar teg-
undir og afbrigði, og á hverju
ári kemur eitthvað nýtt á hinn
alþjóðlega markað.
Ein stofnunin er sérstaklega
víðkunn. Það er laukrannsókna-
stöðin í Lisse — hvert einasta
grasafræðibókasafn í heiminum
á í hillurn sínum skýrslur frá
henni.
En menn þurfa ekki að vera
prófessorar í laukrækt (af þeim
eru þó 3 eða 4 í Hollandi) —
300 ára ræktun túlípanlauka
hefur fóstrað með hollenzku
þjóðinni sérstaka hæfileika í
þessa átt — hæfileika sem ó-
kunnugum er sífellt undrunar-
efni. Ég var vitni að því eitt
sinn í Grasagarðinum í Kaup-
mannahöfn, að hollenzkur gest-
ur, sem sá þar þurrkaða lauka
á borði, greindi þá í sundur eft-
ir tegundum og sagði hvernig
lit blóm þeir myndu bera, þó að
við hin gætum ekki séð neinn
mun á laukunum hversu vand-
lega sem við skoðuðum þá.
Ef þér fáið löngun til að
skoða túlípana eftir lestur þessa
greinarkorns, þá gangið um
bæjargarðana snemma sumars.
Ef þér hafið sérstakan hug á
að sjá í öllu litaskrúðinu þá
gimsteina, sem eitt sinn heill-
uðu mannkynið, þá gefið eink-
um gát að röndóttu og marglitu
túlípönunum. Skoðið páfa-
gaukatúlípanann — „Parrot
Wonder“ ■— með hrokkin, græn-
röndótt krónublöð — eða