Úrval - 01.08.1951, Side 16
14
Tj'RVAL
ar, og enn aðrar miljónir lenda
í ófærum og á villigötum.
En þær harðgerðustu halda
áfram sókninni, þrátt fyrir
,,mannfallið“. Þó fer svo að lok-
um, eftir fjórar klukkustundir,
að máttinn þrýtur og þær hætta
að geta hreyft sig, og eftir að
hann er þrotinn, deyja þær fljót-
lega. Þannig lýkur sókninni; ef
ein fruma hefur komizt á á-
fangastað, hefur náttúran náð
tilgangi sínum og fórn miljón-
anna borið ávöxt.
Þetta er í stórum dráttum lýs-
ingin á öðrum þættinum í starf-
semi eistanna: myndun sæðis-
frumanna, sem eru skaparar nýs
lífs. Hinn þáttur starfseminnar
er framleiðsla karlkynshormóns-
ins testosterón.
Fram að kynþroskaárunum er
framleiðsla þessa hormons mjög
lítil, en þá tekur heiladingullinn,
sem er lokaður kyrtill undir
heilanum, að gefa frá sér hor-
món, sem vekur eistun til
starfa; fyrir áhrif þess marg-
faldast framleiðsla eistanna á
testosterón. Næstum samstund-
is tekur rödd drengsins að breyt-
ast, skeggið að vaxa og kyn-
færin að stækka. Testosterón
virðist vera samnefnari alls karl-
kyns í dýraríkinu. Efnasamsetn-
ing þess í manninum er nákvæm-
lega sú sama og í hananum, hest-
inum eða karlljóninu.
Sjá má með ýmsum tilraun-
um hve máttugt þetta hormón
er til áhrifa á kyneinkenni allra
karldýra. Ef testosterón er dælt
í kjúkling, fer hann að haga sér
eins og fullvaxta hani. Hann
hefur alla tilburði til að gala,
þótt röddin sé hás og skræk.
Ef því er dælt í geltan hana,
fer að vaxa á honum kambur og
hann tekur að reigja sig. Ef það
er gefið karlmúsum, sem hafa
verið geltar, verða þær herská-
ar og bardagafúsar. Áhrif þess
á karlmenn eru svipuð. Geld-
ingur hefur skýrt frá því, að fyr-
ir áhrif þessa undraefnis hafi
hann í fyrsta skipti á ævinni
fengið kjark til að setja ofan
í við hortugan leigubílstjóra.
Testosterón hefur reynzt náð-
argjöf fyrir marga hermenn,
sem misstu eistun eða sködduð-
ust á þeim af völdum jarð-
sprengna í stríðinu. Það hefur
breytt sinnulausum, sljóum
mönnum í athafnamenn, að öllu
leyti eins og aðra menn nema
að þeir geta ekki átt börn. Þess-
um mönnum erýmist gefið testo-
sterón í pillum á hverjum degi,
eða að því er komið fyrir í örðu