Úrval - 01.08.1951, Side 48
46
XJRVAL
anir af honum; hún hefur, seg-
ir prófessorinn, í raun og veru
til að bera ,,dómgreind“.
Ekki fjarri Bristol, heim-
kynni rafeindaskjaldbakanna,
er önnur stórmerkileg við-
bragðsvél. Hún er í Gloucester
og er höfundur hennar tauga-
læknir, W. R. Ashby að nafni.
Hún er kannski ekki eins furðu-
leg við fyrstu sýn og Elmer og
Kora þegar þær þræða leið sína
um stofuna. En fræðilega er hún
mesta furðuvél, sem maðurinn
hefur nokkurn tíma búið til.
Hún er fyrsta vélin, sern hefur
ekki neina starfsáætlun, heldur
aðeins fastákveðið takmark með
athöfnum sínum. Á sama hátt
og býfluga í hunangsleit getur
flogið lágt eða hátt, stutt eða
langt í austur eða vestur, getur
viðbragðsvélin í Gloucester sjálf
valið leiðirnar að marki sínu.
Hún starfar ýmist ójafnt og
rykkjótt eða rólega og kerfis-
bundið, eftir atvikum. En að
lokum nær hún alltaf settu
marki: jafnvægi.
Vélin er í lögun eins og f jór-
ar svartar býkúpur og yfir
þeim fjórar, litlar og svartar
málmplötur, sem hreyfast í litl-
um skálum fullum af vatni.
Þessar plötur eru knúnar á-
fram með rafsegli, sem verður
fyrir áhrifum af straum frá in-
duktionskefli, sem aftur verður
fyrir áhrifum af málmplötunum
og f ara þau áhrif eftir stellingum
platnanna. Hver einstakur þess-
ara vélarhluta hefur áhrif á
hina þrjá jafnframt því sem
hann tekur við áhrifum frá
þeim.
Sérhver breyting í stellingu
einhverrar plötunnar knýr hinar
þrjár til að laga sig eftir henni,
en við hreyfingu á þeim verður
hún sjálf fyrir áhrifum jafn-
framt því sem þær verða fyrir
áhrifum hver af annarri. Þann-
ig kemst af stað keðjuverkun,
sem er svo flókin, að manni
svimar við tilhugsunina. Plöt-
urnar hreyfast sitt á hvað í leit
að jafnvægi. Ef ekki næst jafn-
vægi breytir vélin sjálf straum-
stillingunni ef takast mætti að
ná því með nýrri samstillingu
(kombination).
Fjöldi hugsanlegra samstill-
inga er 390.625. Svo marg-
brotin samstilling gagnkvæmra
áhrifa á sér aðeins hliðstæðu í
heimi hins lifandi efnis. Vélin í
Gloucester á sér athafnaskema,
sem er svo margbrotið, að hing-
að til hefur slíkt aðeins þekkzt
hjá lifandi verum.