Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 92

Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 92
90 tJRVAL „Er pabbi enn dáinn í dag?“ spurði hún móður sína stundum. Eða hún sagði, þegar hún tók eftir hryggð móður sinnar: „Pabbi kemur aftur til þín, þeg- ar hann er búinn að vera dá- inn — er það ekki?“ Hún hafði séð hann svo sjald- an, þennan myndarlega her- mann í skrautlega einkennisbún- ingnum, sem skemmti henni við matborðið með því að búa til handa henni kanínur úr bréf- þurrkunni. * Soffía dvaldi á heimili tengda- móður sinnar í þrjú ár eftir dauða eiginmanns síns — en hún gerði það ekki af ást til gömlu konunnar, heldur af nauð- Syn. Frú Dupin vildi fá að ala Áróru upp. Hún vildi mennta hana sómasamlega og gera hana síðan að erfingja sínum. Tíminn mildar alla sorg, þó að dauðinn einn geti læknað hana að fullu. Eftir þriggja ára erfiða sambúð með tengdadótt- urinni, tók frú Dupin ákvörðun sína. Það var komin tími til að hún ein tæki Áróru að sér. Soff- ía varð að fara af heimilinu. Frú Dupin hafði ekki búizt við því að Soffía gæfist upp bardagalaust. En hún hafði fylgzt vel með henni og þekkti hana. Plún vissi, að peningar og karlmenn var hennar veika hlið. -Soffía hlaut að kunna vel við sig í París, ef henni yrði gert kleift að dveljast þar. Frú Dupin vonaði aðeins, að lifnaður henn- ar þar yrði ekki til að valda hneyksli. Og að lokum fór allt eins og gamla konan hafði ætlazt til. Soffía afsalaði sér Áróru gegn því að fá ákveðinn lífeyri frá frú Dupin. Það var mikil fórn fyrir Soffíu að yfirgefa barn sitt. En þjáningar hennar skiptu ekki máli. Áróra myndi verða h'efð- arfrú. * Eftir þriggja ára dvöl í Les Anglaisesklausturskólanum var Áróra orðin menntuð hefðar- stúlka og frú Dupin var stolt af henni. Hinsvegar hafði Soffía, án þess að gera sér það Ijóst sjálf, reynzt henni sem hinn versti óvinur. Þann stutta tíma sem Áróra og frú Dupin dvöldu í París, áður en þær héldu heim til Nohantsetursins, hafði Áróra séð hvílíkt djúpt var staðfest milli hennar og móðurinnar. Frú Dupin hafði boðið Soffíu að koma til Nohant. ,,Aldrei!“ hrópaði Soffía, þegar hún var orðin ein með dótturinni. „Fyrr vil ég sjá kerlinguna dauða.“ Áróra hafði hlakkað til að fáað hafa Soffíu hjá sér, því að hún minntist hinna hamingjusömu ára, sem þær höfðu dvalið þar saman. „Nei, ég hata sveitina, og Nohant mest af öllu. —: farðu þangað sjálf,“ sagði Soff- ía. „Þú kemur hingað aftur fyrr en þig grunar.“ Áróru blöskraði þessi undar- legi spádómur um skjótan dauða ömmunnar og fór að bera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.