Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 92
90
tJRVAL
„Er pabbi enn dáinn í dag?“
spurði hún móður sína stundum.
Eða hún sagði, þegar hún tók
eftir hryggð móður sinnar:
„Pabbi kemur aftur til þín, þeg-
ar hann er búinn að vera dá-
inn — er það ekki?“
Hún hafði séð hann svo sjald-
an, þennan myndarlega her-
mann í skrautlega einkennisbún-
ingnum, sem skemmti henni
við matborðið með því að búa
til handa henni kanínur úr bréf-
þurrkunni.
*
Soffía dvaldi á heimili tengda-
móður sinnar í þrjú ár eftir
dauða eiginmanns síns — en
hún gerði það ekki af ást til
gömlu konunnar, heldur af nauð-
Syn. Frú Dupin vildi fá að ala
Áróru upp. Hún vildi mennta
hana sómasamlega og gera
hana síðan að erfingja sínum.
Tíminn mildar alla sorg, þó
að dauðinn einn geti læknað
hana að fullu. Eftir þriggja ára
erfiða sambúð með tengdadótt-
urinni, tók frú Dupin ákvörðun
sína. Það var komin tími til að
hún ein tæki Áróru að sér. Soff-
ía varð að fara af heimilinu.
Frú Dupin hafði ekki búizt
við því að Soffía gæfist upp
bardagalaust. En hún hafði
fylgzt vel með henni og þekkti
hana. Plún vissi, að peningar og
karlmenn var hennar veika hlið.
-Soffía hlaut að kunna vel við
sig í París, ef henni yrði gert
kleift að dveljast þar. Frú Dupin
vonaði aðeins, að lifnaður henn-
ar þar yrði ekki til að valda
hneyksli.
Og að lokum fór allt eins og
gamla konan hafði ætlazt til.
Soffía afsalaði sér Áróru gegn
því að fá ákveðinn lífeyri frá frú
Dupin. Það var mikil fórn fyrir
Soffíu að yfirgefa barn sitt. En
þjáningar hennar skiptu ekki
máli. Áróra myndi verða h'efð-
arfrú.
*
Eftir þriggja ára dvöl í Les
Anglaisesklausturskólanum var
Áróra orðin menntuð hefðar-
stúlka og frú Dupin var stolt
af henni. Hinsvegar hafði Soffía,
án þess að gera sér það Ijóst
sjálf, reynzt henni sem hinn
versti óvinur. Þann stutta tíma
sem Áróra og frú Dupin dvöldu
í París, áður en þær héldu heim
til Nohantsetursins, hafði Áróra
séð hvílíkt djúpt var staðfest
milli hennar og móðurinnar.
Frú Dupin hafði boðið Soffíu
að koma til Nohant. ,,Aldrei!“
hrópaði Soffía, þegar hún var
orðin ein með dótturinni. „Fyrr
vil ég sjá kerlinguna dauða.“
Áróra hafði hlakkað til að fáað
hafa Soffíu hjá sér, því að hún
minntist hinna hamingjusömu
ára, sem þær höfðu dvalið þar
saman. „Nei, ég hata sveitina,
og Nohant mest af öllu. —:
farðu þangað sjálf,“ sagði Soff-
ía. „Þú kemur hingað aftur fyrr
en þig grunar.“
Áróru blöskraði þessi undar-
legi spádómur um skjótan
dauða ömmunnar og fór að bera