Úrval - 01.08.1951, Síða 34
32
■orval
heimsvaldahagsmuni, heldur séu
þau að vekja upp nýja heims-
valdastefnu og muni halda áfram
að arðræna lönd, sem búa við
frumstæða atvinnuhætti, jafnvel
án hernaðarlegrar eða pólitískr-
ar valdbeitingar. Framkoma
þeirra á Filippseyjum er tekin
sem dæmi. Sú staðreynd, að
mjög lítið amerískt fjármagn
hefur enn komið til Indlands
þrátt fyrir mikla þörf landsins
á efnahagslegri og tæknilegri
aðstoð er sönnun þess hve mjög
tortryggnin getur spillt sam-
búð tveggja þjóða, sem unn-
ið gætu saman báðum til hags-
bóta.
Framkoma lýðræðisríkjanna
í kynþáttamálunum vekur jafn-
mikla andúð og heimsvalda-
stefnan. Ekkert getur fegrað
kynþáttapólitík suðurafríku-
stjórnar eða stefnu ástralíu-
stjórnar að leyfa aðeins hvít-
um mönnum að flytjast til
landsins, en bæði eru þessi ríki
meðlimir í samveldi, sem talið
er til fyrirmyndar meðal vest-
rænna þjóða um stjórnvizku og
framsýni. Ekki megna heldur
neinar skýringar að réttlæta í
augum nokkurs asíubúa fram-
komuna gagnvart negrunum í
Bandaríkjunum.
Það þarf ekki öflugan rúss-
neskan áróður til að vekja at-
hygli á þessum brestum í brynju
hins vestræna lýðræðis.
Með þessu er auðvitað ekki
sagt, að indverjar muni berjast
með Rauða hernum ef til styrj-
aldar kæmi. En ótti þeirra eða
tortryggni gagnvart rússum
nægir ekki til að skipa þeim í
sveit með lýðræðisþjóðunum.
Indverjar gera greinarmun á
rússneskri heimsvaldastefnu og
kommúnisma. I augum indverja
er kommúnisminn fyrst og
fremst stjórnmálaskoðun, og
ekkert er þeim svo dýrmætt að
óttinn við kommúnismann geti
knúð þá til baráttu í líkingu við
það, sem margir ameríkumenn
ganga glaðir út í til varnar þjóð-
félagi hins frjálsa framtaks,
sem reynzt hefur svo vel í landi
þeirra.
Indverjar trúa því ekki, að
sérhvert land, sem gerist komm-
únistiskt, hljóti um leið að verða
leppríki Sovétríkjanna eða apa
allan ósóma upp eftir rússum.
Það er að vísu rétt, að hundruð
kommúnista í Indlandi eru í
fangelsum, og að í nokkrum
ríkjum er flokkurinn bannaður.
En þetta er ekki af andúð á hug-
sjón kommúnismans. Það eru