Úrval - 01.08.1951, Síða 103
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR
101
leið og Áróra sté niður úr vagn-
inum. Það var Jules Sandeau.
Þrátt fyrir kuldann í París,
fór heilsa Áróru dagbatnandi.
Hún dafnaði eins og jurt, sem
komin er í sinn rétta jarðveg.
Loks var hún farin að lifa líf-
inu, sem hún hafði þráð svo
mjög og hún lifði því meðal
manna, sem voru eins frjálsir
og hún sjálf.
Hún reikaði um strætin á öll-
um tímum sólarhringsins, klædd
karlmannsfötum — hún hafði
fljótt gefi2;t upp við að fara í
slíka leiðangra í hinum síða
kvenbúningi, sem þá var í tízku.
Fólk veitti henni ekki meiri at-
hygli heldur en hún hefði verið
ungur piltur. Hún hafði tekið
eftir því, að það er augnaráðið,
sem vekur forvitnina og hún
vandi sig því á að horfa niður,
þegar hún var á gönguferðum
sínum.
Sandeau var fyrir löngu orð-
inn ástfanginn af henni, enda
þótt hann hefði orðið að gæta
allrar varúðar meðan hann
dvaldi á heimili hennar. En nú
var öðru máli að gegna. Það
leið ekki á löngu áður en þau
höfðu fundið sér notalegt hreið-
ur í gömlu gistihúsi í Rue des
Cordeliers.
Áróra og Jules hittu Henri
de Latouche, ritstjóra Figaros,
sem réði Sandeau þegar sem
blaðamann við blað sitt og
bauðst til að taka greinar af
Áróru gegn sjö franka borgun
fyrir dálkinn. Hún settist strax
við að skrifa, en Latouche var
strangur gagnrýnandi og alltaf
endaði dagsverkið í pappírskörf-
unni.
Áður en langt um leið, fóru
að birtast sögur eftir Áróru í
La Mode og L’Artiste, og það
fór ekki fram hjá Latouche.
Hann ráðlagði Áróru að halda
áfram að skrifa. Áróra lét ekki
segja sér það tvisvar — og hana
vantaði ekki söguefnin. Og auk
þess var hún gagntekin af hinu
nýja og dásamlega frelsi, sem
hafði fallið henni í skaut.
Hún dáði frelsið jafnvel meira
en ástina, því að hún átti frels-
inu allt að þakka — ástina sem
annað. Bréf hennar til móður
sinnar, sem var andvíg þessu til-
tæki, og til vinanna, sem skildu
hana, loguðu af frelsisást. ,,Það
eru ekki veraldleg gæði, skemmt-
anir eða fín föt, sem ég sækist
eftir, heldur frelsið,“ skrifaði
hún Soffíu móður sinni. „Það er
að geta verið ein á gangi úti á
götu og geta sagt við sjálfa mig:
,,Ég borða klukkan fjögur eða
sjö, eftir því sem mér dettur í
hug.“ Ef ég hitti fólk, sem held-
ur að þetta saklausa uppátæki
mitt stafi af tilhneigingu til ó-
lifnaðar, þá nenni ég ekki að
leiðrétta það. Ég veit það
eitt, að mér leiðist slíkt fólk,
ég veit að það þekkir mig ekki
og gerir mér rangt til. Ég segi
ekkert mér til varnar. Ég ber
ekki haturshug til nokkurs
manns.“
Bréf hennar voru lofsöngur