Úrval - 01.08.1951, Síða 65
MERKUSTU NÝJUNGAR 1 VlSINDUM 1950
63
fundust 7000 ára gamlir leir-
munir.
Með geislamælingum upplýst-
ist, að indíánar hafa lifað íNorð-
urameríku löngu áður en eski-
móar komu þangað. I New York
ríki hafa fundizt eftir þá leifar,
sem eru að minnsta kosti 5000
ára gamlar.
Meira en 500.000 síður af
fornum handritum í klaustri
heilagrar Katrínar á Sínaífjalli
voru míkróljósmyndaðar á ár-
inu. Meðal þeirra er eitt hand-
rit, sem talið er ef til vill elzta
handrit, sem til er af nýja testa-
mentinu á grísku og sýrlenzku.
Það er skrifað á gazelluskinn.
Líffræði.
Fyrstu ótvíræðu sönnur fund-
ust á því, að bakteríum fjölgi
með samskonar margbrotinni
skiptingu, svonefndri mitosis, og
frumurnar í líkama mannsins.
Frymi var í fyrsta skipti skoð-
að í smásjá án þess að fletja
þyrfti það út á plötu. Það var
gert með því að ná úr því vatn-
inu og setja í staðinn kolefnis-
tvísýring við háan þrýsting. Kol-
sýran gufar síðan upp, en frym-
ið heldur áfram lögun sinni.
Reynt var nýtt jurtalyf til
varnar gegn skordýrum. Jurt-
imar voru vökvaðar með því,
þær drukku það í sig, og iétu
skordýrin þær í friði eftir það.
Með kynbótum á myglu-
sveppnum, sem penisillín er
framleitt úr, tókst að ferfalda
penisiliín-„nyt“ þeirra.
Með tilraunum á jurtafræum
fengust ótvíræðar sönnur á því,
að geislaverkanir frá kjarnorku-
sprengju geta valdið erfðabreyt-
ingum.
Eggjastokkur úr gamalli tík
af loðhundakyni var græddur í
hundtík af blönduðu kyni, og
eignaðist hún þá hvolpa af hrein-
ræktuðu loðhundakyni.*)
Sjötíu og níu áður óþekktar
fisktegundir fundust við Bikini-
ey þar sem kjarnorkusprengjur
voru sprengdar í tilraunaskyni.
Reykur frá feiknamiklum
skógareldum í Norðvestur-Kan-
ada barst austur yfir landið, yf-
ir austurhluta Bandaríkjanna
og Norðvestur-Evrópu dagana
24.—30. september og olli því,
að sól og tungl urðu blá eða
purpurarauð.
Nýtt rottueitur, sem veldur
innvortisblæðingum í rottunum,
var tekið í notkun. Spá sérfræð-
*) Sjá „Kynfæri yngjast upp“ I
2. hefti 9. árg.