Úrval - 01.08.1951, Síða 108
106
ÚRVAL
tímaritsins Revue des Deux Mon-
des.
Þetta var mikil veizla, og voru
þar viðstaddir margir mestu
andans menn samtíðarinnar, þar
á meðal Sainte-Beuve. George
Sand var eina konan í veizlunni,
og hafði búið sig sem bezt hún
gat.
Alfred de Musset sat til borðs
við hlið hennar. Hann var frem-
ur spjátrungslegur í klæðaburði,
en fatnaður hans var alltaf sam-
kvæmt nýjustu tízku. George
Sand veitti athygii hinu síða,
ljósa hári hans, sem augsýnilega
hafði komizt í kynni við krullu-
járn.
Þegar vínið fór að svífa á
gestina, ávarpaði Musset George
Sand. Svo varð hann djarfari.
Virðingin, sem hann hafði borið
fyrir skáldkonunni, tók að víkja
fyrir glensi og tvíræðum gaman-
yrðum varðandi gimsteina-rýt-
inginn, sem hélt kjól hennar
saman í mittið. Lélia brosti.
Hann vissi ekki, að hjarta henn-
ar var dautt.
Musset hafði ekki lesið neitt
eftir George Sand, en hann hafði
orðið fyrir áhrifum af hinum
lofsamlegu ummælum um verk
hennar. En hann hafði ekki bú-
izt við að hún væri eins kvenleg
og raun bar vitni, því að allir
vissu, að hún klæddist að jafn-
aði karlmannsfötum. Og hvenær
hafði hún, meðan á borðhaldinu
stóð, tekið skrautrýtinginn af
kjólnum sínum ? Hann veitti því
athygli, sér til ánægju, að hún
var ekki iengur með rýtinginn,
þegar staðið var upp frá borð-
um. En hann hafði þó ekki mik-
inn hug á að ná henni á sitt vald.
Hún var ekki nógu mikil tízku-
kona fyrir hann. Hún var ekki
faileg, Hann var tuttugu og
tveggja ára, en hún hlaut að
vera nær þrítugu. Hann hafði
engan áhuga á að kynnast henni
náið.
Skömmu seinna lagði hann þó
leið sína í bókabúð og keypti
sér eintak af Indiana. Hann las
bókina mjög gaumgæfiiega og
strikaði út með blýanti þær setn-
ingar og lýsingarorð, sem hon-
um féllu ekki í geð. Þegar hann
hafði lokið lestrinum, var sag-
an orðin allmiklu styttri en i
upphafi, en hann varð að viður-
kenna, að hún var þrátt fyrir
allt áhrifamikið verk og margar
persónulýsingar ágætar.
Hann fann sig knúinn til að
skýra George Sand frá þeim á-
hrifum, sem bók hennar hafði
haft á hann. Hann sendi henni
nokkrar vísur, sem hann kvaðst
hafa ort, þegar hann las Indiana
í anna'ð sinn — en það var
klækjabragð hans að komast
þannig að orði.
George Sand varð undrandi —
og óróleg. Hún leit á sig sem
femme fatale*, er ávallt hlyti að
verða ástmönnum sínum til ó-
gæfu, og hana langaði ekkert
til að verða þessum tilfinninga-
næma unga manni til tjóns. Hún
* Óheillakvenmaður.