Úrval - 01.08.1951, Side 99
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR —
97
brýðisemi. Hann tók eftir því,
að konu hans og lögfræðingn-
um kom mæta vel saman, þau
skorti aldrei umræðuefni, og
jafnvel þegar þau þögðu, var
sem þau væru að tala saman.
I þrjá daga forðaðist Áróra
lögfræðinginn og reikaði ein um
í örvæntingu sinni. Hún var hrif-
in af honum — en hún var eig-
inkona Casimirs. Hún elskaði
hann ekki — en hún gat ekki
lifað án hans. Hún sá, að Aure-
lien leið engu betur en henni
sjálfri. Hún kenndi í brjósti um
hann og féllst á að leyfa hon-
um að hitta sig eitt kvöld úti
á svölunum, svo að þau gætu
teygað saman í botn hinn beiska
bikar kveðjustundarinnar.
Aurelien talaði um óstjórnlega
ást sína. Hann dáði Áróru eins
og gyðju. Hvaða hamingja gat
verið meiri en sú, að sálir þeirra
fengju að tengjast í ódauðlegri
ást? Áróra hlustaði á hann eins
og í draumi, og veitti því varla
athygli, að þrekinn handleggur
Aureliens hafði tekið utan um
hana og þrýsti henni að honum.
Hún lofaði honum að kyssa sig,
á vangann. Svo mikið mátti gift
kona veita elskhuga sínum.
En Casimir, sem hafði fylgzt
með öllu, var á annarri skoðun.
Hann gaf reiði sinni lausan
taum, þegar Áróra kom inn, og
leikar fóru svo, að hún játaði
að hún elskaði Aurelien, en að-
eins saklausri og hreinni ást,
sem engar holdlegar tilhneiging-
ar fylgdu. Henni tókst að sann-1
færa Casimir um sakleysi sitt,
og hann féllst á að leyfa henni
að hitta Aurelien áfram, en að
vísu undir eftirliti, og ennfrem-
ur mátti hún skrifa honum, ef
Casimir fengi að lesa bréfin.
Þegar þetta samkomulag hafði
verið gert, reyndi Casimir að
koma vel fram og halda sinn
hluta sáttmálans. Hann ræddi
oft við Áróru, játaði galla sína.
og bað hana að hjálpa sér til
að verða jafn fullkominn og Au-
relien.
Áróra viðurkenndi, að hún
hefði syndgað með því að leyfa
Aurelien að kyssa sig á kinnina,
enda þótt það hefði verið sak-
laus koss. En hún hafði ekki
heldur gleymt því eitt augna-
blik, að hún var bundin Casi-
mir, sem héðan í frá varð að
vera hinn sanni eiginmaður
hennar og félagi. Hann varð að
lesa hátt fyrir hana á kvöldin
og hlusta möglunarlaust á píanó-
leik hennar, hvort sem honum
líkaði betur eða verr. Hann varð
að fara með hana til Parísar.
Hann varð . . .
Casimir samþykkti skilmála
hennar og reyndi að hlýðnast
henni í öllu. Hann reyndi að
verða fyrirmyndar eiginmaður.
Hann ákvað að snúa sér að
kaupsýslu og græða fé.
Hann kynntist manni að nafni
Desgranges, sem fekkst við út-
gerð í Bordeaux. Hann lagði 25
þúsund franka í fyrirtækið og
fór ^eftir það oft til Bordeaux,
-en Áróra kvartaði yfir því, að