Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 22
20
ÚRVAL
Því að hann vissi að Boone
yrði þama næsta morgun og að
um nóttina lægi hann í leyni í
dimmum fenjagróðrinum, hefði
gát á kofanum — og biði.
Nóttin fannst Farley verst af
öllu. Maðurinn gat allststaðar
leynzt í myrkrinu. Farley hafði
lengi fundið, að Boone var nautn
að því að bíða — naut, eins
og kötturinn við músarholuna,
hins lamandi ótta, sem sífellt
náði meiri tökum á Farley. Og
hann vissi, að jafnskjótt og
hann hefði fengið nægju sína
af þeirri nautn, mundi hann láta
til skarar skríða.
Eftir kvöldverðinn sat hann
við eldavélina í eldhúsinu, því að
ekki var nógu kalt til að leggja
í arininn í stofunni. Nóna sat
við borðið og var að sníða kjól
úr efni, sem hún hafði keypt
í Calvintown, og Farley tók biblí-
una, fletti upp á Matteusi og
fór að lesa. En hugurinn var
ekki við lesturinn og hann varð
að lesa hin gamalkunnu vers
aftur og aftur til að fá mein-
ingu í þau.
,,Það er óvenjuheitt í kvöld,“
sagði Nóna. ,,Það er víst kom-
inn tími til að fara. að plægja.“
,,Já, það er víst.“ Farley
svaraði eins og það skipti ekki
miklu máli. En hann minntist
þess hve heitt hann hafði þráð
allan veturinn hina hlýju vor-
daga þegar hann gæti byrjað
að plægja, þegar hann gæti
aftur stritað sig ærlega sveitt-
an og unnið til þess að fá
sér bað að loknu dagsverki,
dagana þegar fætur hans fyndu
ferskan svala og líf í nýju
plógfarinu; þegar hann gæti
tyllt sér á rótarstubb í forsælu
stund og stund til að kæia sig.
Og jörðin, vissi hann, þráði að
vera plægð, þurfti að plægjast
meðan hún var vot eftir vetrar-
frostin.
,,Þú ættir að plægja reinina
á hæðinni áður en fer að rigna,
Farley.“
Reinin á hæðinni var þrjá
mílufjórðunga í burtu frá kof-
anum og Farley vissi hversvegna
hún hafði minnst á hana. Ef
hann færi þangað yrði hann
ekki viðstaddur þegar það skeði.
Hann opnaði munninn til að
segja, að hann vissi hvers vegna
hún hefði sagt þetta. En oröm
komu ekki, hann sagði bara:
,,Já, kannski".
„Reinin sú arna verður plóg-
þung þegar allt er orðið klesst
af bleytu,“ hélt Nóna áfram,
og með hverju orði gerði hún