Úrval - 01.08.1951, Side 5
DRAUMAVERKS'MIÐJAN HOLLYWOOD
3
eðlis og varningur sá, sem kem-
ur af færiborðum flestra ann-
arra iðjuvera. Meginkostur slíks
varnings er, að hann er allur
eins, en frumleiki er nauðsyn-
legur við framleiðslu kvik-
mynda. Togstreitan milli þess-
ara tveggja eiginleika er eitt
af erfiðustu vandamálum kvik-
myndaiðnaðarins.
Sérhver þáttur kvikmynda-
framleiðslunnar er umsetinn
margskonar bannhelgi. Við vit-
um, að öll samfélög, allt frá
hinum frumstæðustu þjóðum til
menningarþjóða nútímans eiga
sín boðorð: „Þú skalt ekki . . .“
Meðal hinna frumstæðu melan-
esa á suðvestur Kyrrahafi eru
bönnuð öll kynferðismök áður
en fiskveiðar hefjast til þess
að tryggja góða veiði. f Holly-
wood er bannað að gefa á neinn
hátt í skyn, að æðsta tjáning
hjónabands hafi átt sér stað,
og ástæðan er sú sama: Það
á að koma á í veg fyrir að óvin-
veitt öfl spilli aflanum — í
fjárhirzluna. Jafnstrengilega er
bannað að gefa nokkuð í skyn
í sambandi við líffræðilegt eðli
mannsins eða annarra dýra.
Sarntöl í kvikmynd, hvort held-
ur í alvöru eða skopi, um eðlun
manna, fíla, hesta, flugna eða
fiðrilda, eru stranglega bönnuð;
jafnvel ungbarn, sem skipta
þarf um bleiju á, er bannað að
sýna á kvikmynd.
Þessi bannhelgi í Holljrwood,
sem er að finna í siðareglunum,
er kvikmyndafélögin hafa sjálf
sett sér, eru runnar af sömu
sálrænu rótum og bannhelgin
meðal frumstæðra þjóða: upp-
haf hennar er óttinn. En mun-
urinn er sá, að hún snertir ekki
einkalíf kvikmyndaframleiðend-
anna heldur innihald myndanna,
sem þeir framleiða, og óttinn
er ekki við yfirnáttúrleg mátt-
arvöld, heldur í hæsta máta
veraldlega ógnun — sem sé rit-
skoðunina. Þessi ógnun vofði
yfir þegar í upphafi, en varð
alvarlegri eftir fyrri heimstyrj-
öld, þegar árekstrar mögnuðust
milli andstæðra félagslegra afla.
Annars vegar var hið almennt
vaxandi los í ástamálum, bæði
í hegðun, samræðum, bókum
og leikritum, sem sumir kvik-
myndaframleiðendur notfærðu
sér óspart í myndum sínum;
hinsvegar var öflugur hópur
siðapostula, sem trúðu því að
þeir gætu læknað félagsleg mein
með löggjöf, eins og t. d. bann-
lögunum.
Kvikmyndafélögin leystu