Úrval - 01.08.1951, Side 101
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR
99
Unga fólkið kom saman á einu
eða öðru heimili til þess að lesa
upp, ræða um Victor-Hugo og
rómantísku skáldin. Áróra örv-
aðist við heimsóknir vina sinna.
Þeir voru í tengslum við heim
hókmennta og stjórnmála. Þeir
skoðuðu listasöfn og sóttu ieik-
húsin.
Sumarið 1830 var Jules San-
deau meðal gestanna. Hann var
byltingasinnaður, frjálsiyndur í
stjómmálum og mikill aðdáandi
Hugos.
Aróra varð luifin af hinni
miklu ást þessa unga manns á
öllum skáldskap, en hún var enn
hrifnari af ljósu hári hans og
unglingslegu andliti. Hann var
grannur og kvikur í hreyfing-
um og ekki laus við að vera
feiminn. Hann var aðeins nitján
ára gamall. „Þegar ég hitti
hann,“ skrifaði Áróra einni vin-
konu sinni, „var ég ákaflega böl-
sýn á lífið. Ég hélt að ég gæti
ekki orðið hamingjusöm framar.
Hann yljaði köldu hjaría minu.“
Eftir að Solange fæddist, voru
bréf Aureliens henni til lítillar
huggunar. Þau voru jafnvel
stundum kuldaleg. Hún ákvað
að rifta sambandinu milli þeirra
og hætti að svara bréfum hans.
Þó hittust þau einu sinni enn.
Henni fannst hann vera „eili-
legri og ekki eins glæsilegur“
og áður. Hvernig gat Aurelien
keppt við cher enfant, sem heim-
sótti hana daglega, og las fyrir
hana verk Hugos, meðan Casi-
mir hraut í hægindastólnum sín-
um?
Þegar haustaði og gestirnh’,
ásamt Sandeau, hurfu aftur til
Parísar, varð Áróru þungt í
skapi. Það var orðið óþolandi
fyrir hana að vera ein með Casi-
mir. Hingað til hafði hún borið
byrði sína með þögn og þolin-
mæði, en hve lengi yrði hún fær
um það? Hvílík ógæfa, að hún
skyldi vera bundin Casimir! Hún
gat ekki losað sig við hann á
sama hátt og Aurelien. Hún var
lögleg eign Casimirs og það var
engin leið að fá skilnað, það var
jafnvel ekki næg ástæða til
skilnaðar, þó að hann hefði átt
barn með einni vinnustúlkunni
á setrinu, sem var þó sannað
mál, því að hún hafði kennt hon-
um bamið og krafizt meðlags.
Og Claire vinnukona var ekki
sú eina. Og þó að skilnaður feng-
ist að lögum, þá myndi kirkjan
aldrei samþykkja hann.
Hve lengi? Hve lengi? Hún
var alltaf að spyrja sjálfa sig
þessarar spurningar, þegar hún
var að flýja úr einu herberginu
í annað til þess að forðast eigin-
manninn. Dyngja ömmunnar var
eina afdrepið. Börnin sváfu í
næsta herbergi og hún heyrði
andardrátt þeirra, þegar hlé
varð á drykkjulátum Casimirs
og félaga hans. Andardráttur
barnanna veitti henni þrek til
þess að skrifa sögurnar, sem
höfðu verið að skapast í huga
hennar. Hún lauk við stutta
sögu, Aimée, sem samin var eft-