Úrval - 01.08.1951, Side 86
84
ÚRVAL
þannig, er hægt að halda plág-
unni í skefjum með árvakri
gæzlu með fram girðingunni og
með því að elta uppi flækings-
kanínur, sem finnast kunna.
Flestir bændur virðast sam-
mála um, að með samvinnu sé
hægt að halda kanínunum í
skefjum, en þeir segja, að út-
litið sé slæmt sem stendur. „Það
vantar girðingarefni og það
litla sem fæst er of dýrt,“
sagði John Walton, bóndi í
Nýja Suður-Wales. „Verð á
girðingarneti hefur nærri þre-
faldast á tiltölulega stuttum
tíma, og auk þess er erfitt að
fá menn til að setja upp girð-
ingar. Kanínurnar eru plága, en
■k
við gætum haldið þeim í skefj-
um, ef við hefðum nóg net.“
Walton sagði, að brómberja-
runnarnir, sem fluttir voru til
landsins fyrir um 30 árum væru
nú orðnir jafnmikil plága í sinni
sveit og kanínurnar. Þeir eru
sem sé hinn ákjósanlegasti.felu-
staður fyrir kanínur.
En kanínan er þó enn versti
óvinurinn, og sumir segja að
þær séu alltaf að verða skyn-
samari; þær séu nú miklu leikn-
ari í að klifra yfir girðingar og
upp í tré en áður. „Ekki hef
ég trú á því,“ sagði Walton, og
bætti við eftir stundarþögn:
„Þær komu ekki hingað í
fyrstu með hjálp eigin skyn-
semi.“
Vitlaust höfuð?
Það var á sumardvalarheimili drengja uppi í sveit. AS kvöldi
fyrsta dagsins var kallað á alla drengina að koma inn að borða.
Þeim var öllum sagt að fara niður í þvottaherbergið og þvo
sér og greiða sér.
Brátt tóku drengirnir að tínast inn í borðstofuna og höfðu
bersýnilega hlýtt fyrirskipuninni eftir beztu getu, en þó var
einn lítill snáði, sem sýnilega hafði gengið illa að ráða við
stríðan hárlubbann.
Umsjónarmaðurinn gekk til hans og spurði hvort hann
hefði gleymt að greiða sér.
„Nei, ég greiddi mér,“ sagði snáðinn. En bætti svo við eftir
stundaríhugun: „En það voru svo mörg höfuð í speglinum, að
ég hef kannski greitt vitlaust höfuð."
— Laughter Times.