Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 117
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR —
115
J>egar hann lyfti henni aftur,
var það til þess eins að sam-
eina hendur hinna nýju elsk-
enda.
„Þið elskið hvort annað og
samt elskið þið mig líka,“ sagði
hann. og rödd hans titraði af
geðshræringu. „Þið hafið endur-
leyst mig, bæði á líkama og sál.“
Eftir þessi miklu átök grétu
þau öll þrjú.
í fyrstu var samkomulagið
með ágætum, en þegar frá leið
versnaði vinskapurinn. Hlutverk
Mussets reyndist honum æ erfið-
ara og hann fór að öfunda Pa-
gello, er nú fékk að njóta þess
Rnaðar, sem hann hafði áður
notið sjálfur. Hann elskaði Ge-
orge enn. Hann hafði aldrei elsk-
að hana meira en nú, þegar hann
var búinn að missa hana.
Hann gat ekki afborið þetta
lengur. Hann ákvað að fara
heim.
George Sand hafði ekki dval-
ið lengi í Feneyjum. þegar líf
hennar fór að verða hversdags-
legt á nýjan leik. Sambúðin
með Pagello varð stutt. Áður
en hálfur mánuður var liðinn,
ruddist stúlka inn í herbergi Ge-
orge og heimtaði elskhuga sinn.
Skömmu seinna komu tvær aðr-
ar stúlku í sömu erindum.
„Monsieur Pagello er tilfinninga-
samur Don Juan,“ skrifaði Ge-
orge í bréfi til Mussets, „sem
allt í einu finnur sér íþyngt af
fjórum kvenmönnum.“
Hún fór þegjandi og hljóða-
laust af heimilinu og leigði sér
íbúð nálægt Barcarolibrúnni.
Pagello heimsótti hana á kvöld-
in. Eftir kvöldverðinn lagði hann
sig á legubekkinn og fékk sér
blund. Það minnti George á No-
hant og Casimir, sem ávallt sofn-
aði eftir miðdegisverðinn. En
þetta var í Feneyjum, og þetta
var ítalskur elskhugi.
George gleymdi sér við vinnu
sína. Hún sat við skriftir tólf
stundir á dag, skrapp öðru hvoru
í kaffihús í nágrenninu, þar sem
hún drakk ótal bolla af svörtu
kaffi. Alfred, Alfred, var það
þetta, sem . . .
Musset skrifaði henni frá Par-
ís. Hann elskaði hana enn —
meira en nokkru sinni fyrr.
George ákvað að hverfa aft-
ur heim til Frakklands. Hún
hafði áhyggjur út af Alfred og
hún var farin að þjást af heim-
þrá. Hún þráði börnin sín, Mau-
rice og Solange; hún gat farið
með þau til Nohant og bætt þeim
þannig upp hina löngu f jarveru
sína. Hún hafði oft hugsað til
barnanna, þegar þau Musset
höfðu lent í rifrildi, og hún hafði
ásakað sjálfa sig fyrir að láta
hann tæla sig í þetta ferðalag.
„Börnin mín, börnin mín,“ sagði
hún oft við sjálfa sig, þegar æv-
intýrið meðPagello hafði breytzt
í hversdagslegt líf með óþægileg-
um heimilisvenjum.
Pagello vissi, að hún var að
búast til brottfarar, en hvorugt
minntist á það einu orði. Loks
rauf George þögnina. Pagello
féllst á að fara með henni, en