Úrval - 01.08.1951, Síða 106
104
ÚRVAL
Meðan hún beið eftir því að
Indiana kæmi út, fór hún að
skrifa aðra skáldsögu, sem hlaut
nafnið Lélia og var gerólík hinni
fyrri. Hún tók út kvalir meðan
hún var að semja þessa sögu,
hún hafði ekki gert neina á-
ætlun um efni hennar og vann
ekki að henni nema í skorpum.
Þó að hún væri að skrifa um
allt annað efni, var stundum sem
skyndileg bylting yrði í sál henn-
ar og hugmyndum og persónum
skaut upp, án þess að hún fengi
við ráðið. Hún skrifaði þessa
sögu, þegar andinn kom yfir
hana, en ekki eins og fyrri verk
sín, með jöfnum og stöðugum
afköstum. Hinar ósönnu persón-
ur, sem höfðu fyllt æskuverk
Áróru, voru allar á bak og burt.
Skáldkonan George Sand var
fædd.
*
Jules Sandeau hafði orðið að
bola mikið andstreymi. George
Sand var orðin fræg, en hann
var ennþá óbreyttur blaðamað-
ur. Skáldkonan átti mikinn
fjölda vina og aðdáanda, sem
báru frægð hennar æ víðar;
sjálfur fékk hann að vera í ná-
vist hennar, sem hinn óhjá-
kvæmilegi skuggi hins bjarta
Ijóss. Honum fannst hann vera
lítillækkaður, og hann kenndi
henni um bað. Hann hafði ekki
lengur neina ánægju af ritstörf-
um og þau veittu honum hvorki
fé né frægð. Ástin var tekin
að kólna. Þegar George Sand
fór upp í sveit snemma árs 1833,
var ekki laust við að hann yrði
feginn.
Gremja verður að fá útrás.
Því var það, að Jules hafði
stundum leitað sér huggunar í
örmum annarra kvenna, án þess
að sambýliskona hans vissi.
Þetta var einskonar hefndar-
ráðstöfun frá hans hendi. Hann
vissi, að hún hafði ekki hugmynd
um þessa pretti hans og gat því
ekki móðgazt. Þegar George var
farin í burtu, varð hann djarf
ari og tók sér þvottakonuna fyr-
ir ástmey.
George Sand kom þeim í opna
skjöldu, þegar hún kom aftur
til borgarinnar. Atburðurinn
hafði slæm áhrif á hana. Að vísu
var hún ekki lengur eins hrifin
af Sandeau og hún hafði verið
í fyrstu, en hún hafði alltaf
treyst honum og fundið styrk
í vináttu hans, jafnvel eftir að
öldur ástríðnanna tók að lægja.
Hún hafði skoðað sambúð þeirra
sem hjónaband, þótt vígsluna
vantaði. Hún gat skilið fram-
hjátöku í ástlausu hjónabandi,
en ekki í sambúð tveggja per-
sóna, sem höfðu byggt samlíf
sitt á ást og gagnkvæmri virð-
ingu. Svik Sandeaus eyðilögðu
trú hennar á karlmanninn.
Og svo fór, að þessi hefnd
Sandeaus kom honum mest
sjálfum í koll og lét hann finna
enn meira til smæðar sinnar en
áður. Þau höfðu ráðgert að ferð-
ast saman til ítalíu, en nú sendi
George hann einan í förina, en
greiddi sjálf ferðakostnaðinn.