Úrval - 01.08.1951, Side 130
128
TÍRVAL
hjá henni þá von, að breyting-
in væri til batnaðar. Rótföst sem
bjarg í þeirri trú hafði hún fund-
ið snertingu sérhvers framfara-
straums, storma sérhverrar and-
legrar hræringar samtíðarinnar.
Sjálf hafði hún breytzt með.
Harkan hafði mýkzt, dirfskan
dofnað. Hún hafði misst mik-
ið, en hún hafði einnig vaxið,
og sá vöxtur var eins og blóm,
sem fylla sprungur í rústum.
Að henni hafði laðazt bæði það,
sem veikt var og sterkt — hið
veika þó meira. Hið sterka
hafði eflzt við samskiptin; hið
veika hafði brotið skip sín.
Bjargið bar varanleg merki eft-
ir átökin, en það bifaðist ekki
á grunni sínum. Það var grunn-
múrað djúpt í hjarta þeirrar
náttúru, sem hún hafði alltaf
elskað.
Hún hélt áfram að skrifa,
meðan hún gat valdið pennan-
um, og jafnvel eftir það starfaði
hugur hennar að því, sem hend-
urnar voru ekki lengur færar
um. Hinn 29. maí 1876, hætti hún
við skáldsöguna Albine í miðj-
um kafla. Hún lauk aldrei við
hana. Krabbameinið, sem hafði
orðið móður hennar að bana,
var líka farið að þjá hana. Hún
vissi, að hún ætti skammt eftir
ólifað. Að kvöldi hins 7. júní
kvaddi hún börn sín og reyndi
að gera þeim hinztu ósk sína
skiljanlega. En þá missti hún
meðvitundina. „Laissez verdure
. . .“ sagði hún greinilega. En
framhaldið var óskiljanlegt.
„Látið grænt gras . . .“ Þau
vissu hvað hún átti við.
George Sand dó 8. júní, um
morguninn. Blómum var stráð
yfir rúmið, sem hún hvíldi í.
Andlitið var hulið af blómum.
Aðeins hægri höndin, fíngerð og
mjúk, eins og hún væri gerð
úr vaxi, höndin, sem hafði skrif-
að svo margar bækur og hjálp-
að svo mörgum, var óhulin.
Hún var jarðsett hinn 10. júní
í fjölskyldugrafreitnum. Ang-
andi mold sveitarinnar, sem Ge-
orge Sand hafði alltaf elskað,
hafði tekið hana í faðm sinn.
„Laissez verdure . . .“ Græna
grasið, sem hún hafði óskað eft-
ir, myndi brátt þekja gröf
hennar.
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16. Afgreiðsla Tjarnargötu 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 10.00
hvert hefti í lausasölu. Áskriftarverð 52 krónur árgangurinn, sem
greiðist fyrirfram. Áskrifendur í Reykjavík geta hringt i síma 1174
og beðið um að greiðslan verði sótt til sin. Utanáskrift tímarits-
ins er: tírval, pósthólf 365, Reykjavík.
ÚTGEFANDI: STEINDÖRSPRENT H.F.