Úrval - 01.08.1951, Side 62
60
ÚRVAL
kona bruggarans og nú hófst
leitin að sérkennilegum af-
brigðum. Allir vildu taka þátt
í fjárhættuspilinu. Malari seldi
myllu sína fyrir einn brúnan
túlípana — ef út úr honum yxu
tveir túlípanar næsta ár, gæti
hann keypt sér nýja myllu og
átt samt eftir fullar hendur
fjár. Bruggari seldi ölgerð sína
fyrir 30.000 franka og keypti
einn lauk af tegundinni „túlí-
panagimsteinninn". Algengir
laukar urðu brátt tiltölulega
ódýrir, en svo gat allt í einu
komið nýtt afbrigði, sem yrði
mikið eftirsótt og færði eiganda
sínum auð og allsnægtir. Því að
laukarnir frá Tyrklandi voru
ekki villt afbrigði heldur rækt-
aðir kynblendingar og mátti
því alltaf eiga von á nýjum
afbrigðum.
Allir sem áttu lítinn garð-
blett ræktuðu túlípana og biðu
eftir stóra vinningnum. Öll
þjóðin tók þátt í happdrættinu.
Menn tóku lán út á hús og eign-
ir, handverksmenn seldu verk-
færi sín og fátæklingar eignuð-
ust kannski á skömmum tírna
fasteign, hest og vagn. í hverj-
um bæ voru stofnaðir túlípana-
klúbbar.
Fyrir túlípana, sem hlaut
nafnið „varakongurinn“ var
borgað 2 vagnhlöss af hveiti, 4
vagnhlöss af rúgi, 3 feitir uxar,
8 feit svín, 12 feitar ær, 2 tunn-
ur víns, 4 tunnur áttaflórínu
öls, 2 tunnur smjörs, 1000 pund
af osti, rúm með himintjaldi,
sængurfötum og öllu tilheyr-
andi, ein flauelsföt með silfur-
hnöppum og silfurbikar.
Loks tóku stjórnarvöld lands-
ins í taumana og bönnuðu alla
sölu á túlípanlaukum, en salan
hélt áfram í laumi — embættis-
mennirnir ræktuðu líka túlí-
pana. En stjórnin hefði ekki
þurft að aðhafast neitt. Árið
1637 kom hrunið.
Almenningur þreyttist á túlí-
panaræktinni og markaðurinn
yfirfylltist — allir vildu selja
en enginn kaupa. Túlípanarnir
hríðféllu í verði, og málaferli
urðu svo mikil út af þessum við-
skiptum, að dómstólarnir neit-
uðu að lokum að sinna þeim,
Þannig lauk ,,túlípanaæðinu“,
sem mun geymast jafnlengi í
sögu Hollands og frelsisstríðin
og landafundirnir.
En upp af allri þessari vit-
leysu spratt ein megintekjulind
hollenzku þjóðarinnar á síðari
tímum, því að nú er laukrækt
mikill atvinnuvegur í Hollandi.