Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 35
INDLAND Á BÁÐUM ÁTTUM
33
ráðstafanir vegna starfsaðferða
kommúnista — vegna þess að
þeir beita ofbeldi í pólitísku
augnamiði. Aðgerðirnar gegn
kommúnistum eru lagalegs eðl-
is, en ekki pólitísks; ef flokk-
urinn ákvæði að starfa friðsam-
lega, mundi honum verða leyft
það eins og öðrum flokkum.
Indverjar skýra hinar rauðu
byltingar í Asíu sem óumflýjan-
legar þjóðlegar uppreisnir, er
beinist jöfnum höndum gegn
innlendu afturhaldi og erlendri
heimsvaldastefnu. Slíkar bylt-
ingar hafa, að áliti indverja,
tekið á sig mynd kommúnism-
ans vegna þess að kommún-
isminn hefur gripið frumkvæð-
ið, tekið forystuna í þjóðfrelsis-
baráttunni, lofað því sem hungr-
aður fjöldinn þarfnast mest.
Er nokkuð við því að segja þó
að rússar láti byltingaröflun-
um í té samúð, leiðsögn og efna-
hagslega aðstoð? spyr asíubú-
inn. Það sýnir aðeins, að rúss-
ar hafa vit á að styðja málstað,
sem er réttur og jafnframt vin-
sæll meðal fólksins. Fram til
þessa dags hefur asíubúinn
alltaf séð hina vestrænu lýð-
ræðissinna á bandi afturhalds-
ins. Ekki hafa hin vestrænu lýð-
ræðisríki heldur, að áliti fólks-
ins, nokkurn tíma boðið þjóðum
Asíu raunhæfa efnahagsaðstoð
af óeigingjörnum hvötum.
I augum indverjans er sigur
hins rauða Kína ekki sama og
rússneskur landvinningasigur,
heldur réttlætanleg, staðbundin
hylting gegn hinni miklu óstjórn
Chiang kai-shek. Mao er talinn
sjálfstæðari og lýðræðissinnaðri
en Chiang, sem ásamt Syngman
Rhee og Bao Dai er talinn amer-
ísk leikbrúða. Indverjar sjá ekki
neina hættu í sambandi eins og
því sem nú er á milli hins rauða
Kína og Rússlands.
Margir indverskir mennta-
menn eru þeirrar skoðunar, að
marxisminn henti sérstaklega
vel öllum aðstæðum í Asíu.
Þessi trú hefur styrkzt mjög við
þá staðreynd, að í Kóreu, Kína,
Indó-Kína og Malaja hafa hin-
ar vestrænu þjóðir — allsstaðar
þar sem þær hafa reynt að berj-
ast gegn því sem þær kalla rúss-
neska heimsvaldastefnu — að-
eins barist við kommúnista hlut-
aðeigandi landa, en aldrei við
rússa. Hugsjón, sem ekki hent-
aði eða væri knúin fram af
framandi öflum, mundi tæplega
hafa getað orðið aflvaki jafn-
grimmilegra uppreisna meðal
þjóða, sem búa við jafnfrum-