Úrval - 01.08.1951, Side 79
GETA TÖLUR BLEKKT
77
hæðinni var snöggtum hærri en
á hæðunum fyrir ofan. Vakin
var athygli á þessu í opinberri
skýrslu og lagt til, að það yrði
rannsakað frekar. Við þá rann-
sókn kom í ljós, að dyravörður-
inn hafði það fyrir sið, þegar
hann tók á móti nýjum sjúkling-
um, að leggja þá, sem ekki gátu
gengið, inn á neðstu hæðina, en
hina, sem gátu gengið upp stig-
ann, fór hann með upp.
Hér er annað dæmi, sem einn-
ig snertir dánartölu. Því er oft
haldið fram, að sannað hafi ver-
ið með hagfræðilegum tölum, að
bindindismenn deyi að jafnaði
yngri en þeir, sem neyta áfengis.
Það er rétt, að athugun, sem
gerð var fyrir nærri 40 árum,
leiddi í ljós, að meðalaldur bind-
indismanna var lægri en annarra
manna. En ályktunin, sem dreg-
in var af þessu, var alröng —
sem sé sú, að bindindismenn deyi
fyrr af því að þeir séu bindindis-
menn, og þess vegna sé örugg-
ara að vera hófdrykkjumaður.
Hér sást mönnum enn einu sinni
yfir mikilvæga staðreynd. Þeg-
ar athugunin var gerð, fyrir 40
árum, var bindindissemi allmiklu
algengari meðal ungra manna en
roskinna. Með öðrum orðum:
bindindismenn voru sem hópur
yngri en þeir sem neyttu áfeng-
is, og því var eðlilegt, að þau
dauðsföll, sem yrðu í þeirra hópi
kæmu að öðru jöfnu niður á
yngri mönnum en í hópi áfengis-
neytenda. Almennt skoðað er
það mjög villandi, að bera sam-
an meðaldánaraldur tveggja
hópa, ef meðalaldur hópanna er
ekki sambærilegur. Meðaldánar-
aldur háskólastúdenta er miklu
lægri en prófessora, en af því
drögum við ekki þá ályktun, að
háskólanám sé lífshættulegt
starf. Einnig er meðaldánarald-
ur manna með gervitennur vafa-
laust hærri en meðaldánaraldur
þeirra, sem hafa sínar eigin
tennur, en af því ályktum við
ekki, að gervitennur lengi lífið.
Dæmin hér að framan eru öll
— eða gætu verið — sprottin
af misskilningi. En hættulegasta
rangtúlkun hægfræðilegra stað-
reynda er sú, sem gerð er af
ásettu ráði — sérstöku máli eða
hagsmunum til framdráttar. Það
eru fáar skoðanir, sem ekki er
hægt að styðja með tölum, ef
þær eru valdar nógu vel, —
ekki hvað sízt ef þeim er af á-
settu ráði hagrætt þannig að
þær gefa falskar upplýsingar.
Því miður er slíkt jafnan hægð-
arleikur. Áhrifaríkust til þeirra