Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 116
114
TjRVAL
út í í febrúarmánuuði 1834, held-
ur lifandi skáldsaga, sem var
miklu hættulegri en nokkur
veruleiki. Því að þeir vítisvind-
ar, sem báru hann og hinar per-
sónurnar tvær til hinztu strand-
arinnar, illa til reika en þó fræg-
ar fyrir hrakning sinn, voru
skapaðir af frábæru ímyndunar-
afli tveggja persóna, máttugu til
góðs og ills. Pietro Pagello, sem
var maður mjög hæglátur og
afskiptalaus, reyndist þrátt fyr-
ir það nauðsynlegt skilyrði þess,
að George Sand og Alfred de
Musset öðluðust þá rómantísku
fullnægingu, sem þau þráðu.
Musset hafði alltaf verið af-
brýðisamur, en nú keyrði um
þverbak. George og Pagello voru
elskendur — hann var orðinn
viss um það. Hann njósnaði um
þau með hálfluktum augum,
þegar þau héldu að hann svæfi.
Eitt kvöld — hann var aldrei
viss um hvort það var veruleiki
eða draumur — sá hann milli
rekkjutjaldanna, að kona sat á
hnjánum á karlmanni og var að
kyssa hann. Musset langaði að
reka upp óp, en gat aðeins vein-
að lágt. Þegar Pagello heyrði
hljóðið, flýtti hann sér til sjúk-
lingsins, tók á slagæðinni og
sagði við George: „Hann er
betri.“
Svo var það uppistandið út
af tebollanum. Alfred hafði
vaknað og sá aðeins einn bolla
á dúkuðu borðinu.
„Drakkstu te í gærkvöldi?“
spurði hann.
„Já, ég drakk te með lækn-
inum.“
„Hversvegna er ekki nema
einn bolli á borðinu?“
„Stúlkan hefur sennilega tek-
ið hinn.“
„Hún hefur ekki tekið hann,“
sagði hann reiður. „Þið hafið
drukkið úr sama bollanum."
„Þó að við hefðum gert það,
þá kemur þér það ekki við.“
„Víst kemur mér það við. Ég
telst þó ennþá elskhugi þinn.“
Þannig var sambúð þeirra orð-
in — ásakanir og rifrildi.
Dag nokkurn léku þau George
og Pagello hlutverk, sem þau
höfðu komið sér saman um áður.
„Haldið þér, læknir, að Alfred
sé orðinn nógu frískur til þess
að þola alvarlegt áfall?“
„Þér eigið við — ?“ sagði
Pagello og lét sem hann kæmi af
fjöllum.
„Jæja, þá segi ég honum það,“
hélt hún áfram. „Góði Alfred,
ég er ekki lengur ástmey þín.
Héðan í frá get ég aðeins verið
vinur þinn. Ég elska dr, Pa-
gello.“
Musset leit af einu á annað og
trúði ekki sínum eigin eyrum.
Svo varð hann gripinn ofsa-
bræði, réðist að George og reiddi
til höggs. Pagello gekk á milli.
Orð George komu eins og köld
vatnsgusa á logheitar tilfinning-
ar Mussets. Honum hafði nú
verið fengið það hlutverk, sem
enginn- mennskur maður mátti
valda. Höndin, sem hann hafði
reitt til höggs, féll aftur niður.