Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
gripa og sauðfjár? Of snemmt
er að spá um það, því að tilraun-
ir þessar eru nýjar af nál-
inni, aðeins nokkurra mánaða,
en heldur verður það að teljast
ólíklegt. Meltingarfæri jórtur-
dýra eru mjög frábrugðin melt-
ingarfærum annarra dýra. í
þeim eru bakteríur, sem hafa
mikil áhrif á meltinguna, mynda
m. a. nauðsynleg vítamín. Hin
sýklaskæðu lyf myndu sennilega
drepa þessar bakteríur og gera
þannig meira illt en gott af sér.
Undir eins og fyrstu fréttir
bárust af þessum tilraunum
byrjuðu fóðurblöndunarverk-
smiðjur að nota sýklaskæð lyf
í fóðurblöndur sínar. Mest af
þeim er fengið úr súpu þeirri,
sem lyf javerksmið jurnar f leygðu
áður eftir að þær höfðu unnið
úr henni læknislyf sín. I þessari
úrgangssúpu er nægilegt af
sýklaskæðum efnum til þess að
örva vöxt dýra.
Er líklegt, að örva megi vöxt
barna með því að bæta sýkla-
skæðum lyfjum í mjólk og
grjónamat? Um það getur eng-
inn sagt enn. En tilraunir í þá
átt eru þegar hafnar. Nokkur
ár munu þó líða áður úr fæst
skorið um árangurinn. Sem
stendur bíður þessara lyfja
nægilegt verkefni að blása nýju
lífi í alidýraræktina og lækna
framleiðslukostnaðinn, einmitt
þegar allt annað veldur síhækk-
andi verði á þessari hollu og
nauðsynlegu fæðutegund.
'k ic 'k
1 eftirlitsferff.
Komumaður gekk hvatlega heim hlaðið og heilsaði bónd-
anum, sem stóð úti fyrir og sýndi honum nafnspjaldið sitt.
„Ég er eftirlitsmaður frá ríkinu og eg hef umboð til að skoða
peningshús og annað varðandi búskap yðar."
Bóndi lét það gott heita, en sinnti manninum ekki frekar.
Klukkustund síðar heyrði hann óp og köll utan af akri og sá
þá, að maðurinn var á ofboðslegum flótta undan nautinu.
Bóndi gekk út að hliðinu, brosti í kampinn og kallaði til
mannsins: „Sýnið honum nafnspjaldið yðar, við erum löghlýðn-
ir hér á þessum bæ.“
— Niagara Falls Review.