Úrval - 01.08.1951, Síða 11
DRAUMAVERKSMXÐJAN HOLLYWOOD
9
þeim eru á móti skapi. Félags-
samtök negra mótmæla einhliða
lýsingum á negrum. Gyðingar
mótmæla kvikmyndatöku Oli-
vers Twist. Mótmælendur kvarta
undan því að kaþólskum mönn-
um sé betur lýst en mótmælend-
um. Foreldrafélög mótmæla of-
beldi. Meðlimir ýmissa atvinnu-
stétta, læknar, dómarar, lög-
reglumenn og margir aðrir mót-
mæla meðferðinni á sér.
Ef mótmælin frá öllum trú-
arflokkum og atvinnustéttum
væru tekin til greina mundi
reynast ókleift fyrir kvikmynda-
framleiðendur að búa til mynd,
sem í væri þorpari. Með miklu
veigameiri rökum mætti gagn-
rýna kvikmyndaframleiðendur í
Hollywood fyrir allar þær stein-
runnu manngerðir, sem þeir
sýna í myndum sínum. Enginn
virðist láta sig neinu skipta þó
að flestar mannlýsingar kvik-
myndanna séu ósannar. Engin
mikilsmetin félagssamtök mót-
mæla því að mennimir séu sýnd-
ir eins og óvirkir og tilfinninga-
lausir menn á skákborði. Mað-
urinn er, að dómi myndagerða-
mannanna í Hollywood, annað-
hvort algóður eða alger óþokki.
Per'sónuleiki hans er steinrunn-
inn, sýnir sjaldan eða aldrei
þróun eða breytingu til góðs eða
ills. Það skortir með öllu raun-
sæjan skilning á mannlegum per-
sónuleika, skilning á því, að
maðurinn er samsett vera, sem
býr yfir getu bæði til góðs og
ills. Þá skortir með öllu raun-
sæjan skilning á mannlegum
persónuleika, skiining á því, að
kostum.
Kvikmyndaframleiðendumir
gefa vissulega margan fanga-
stað á sér, einkum vegna þess að
þeir svara aldrei fyrir sig. í
stað þess reyna þeir að gera
alla ánægða. Með því að nota
siðareglurnar getur Sambandið
sem svar við mótmælum alltaf
bent á tölur, sem sýna að hlut-
aðeigandi manntegund hafi oft-
ar verið sýnd sem góðmenni en
illmenni. Enginn lætur sig neinu
skipta þó að báðar mannlýs-
ingarnar séu kannski jafnósann-
ar. Fallegi ungi kvensálkönnuð-
urinn, sem verður ástfangin af
sjúklingi sínum, ungum lagleg-
um manni, og læknar hann með
hókuspókus aðferðum, er jafn-
ósönn og taugalæknirinn í ann-
arri mynd, sem misnotar stöðu
sína til að svifta sjúkling sinn
vitinu og leyna glæp sínum. En
Hollywood heldur sig við siða-
reglur sínar.