Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 19
VORÞYTUR I BLÓÐI
17
inn sem komið hafði upp úr
fenjunum. Því hann vissi nú
hvert erindi Boone Timmons
var.
Og Farley skalf við tilhugs-
unina um, að hann hafði ekkert
vopn til að koma í veg fyrir það
og að næsta hjálp var þrjár og
hálfa mílu í burtu.
Fyrst þegar Farley sá Boone
hafði hann verið með striga-
poka á bakinu, og Farley hafði
reynt að láta sér á sama standa
þótt hann staldraði við þarna
niður frá. Hann hafði vonað, að
Boone væri á leiðinni lengra upp
með ánni og hefði aðeins stað-
næmzt til að hvíla sig. En síð-
an hafði hann séð manninn
taka upp nesti og búa um sig
til lengri dvalar. Og Farley gat
ekki komizt hjá að vita eftir
hverju Boone Timmons var að
bíða.
Farley tróð í pípuna sína,
kveikti í henni og hallaði sér
upp að veðruðum dyrastafnum,
en hafði aldrei augun af mann-
inum, sem sat í jaðri fenjaskóg-
arins. Boone var varla meira en
80 metra í burtu, nógu nærri
til þess að Farley gat séð hvítt
örið, sem lá niður nefið öðrum
megin og þvert yfir kmnina,
sem þakin var skeggbroddum.
Hann sá líka stubbinn af vinstra
eyranu, sem sneitt hafði verið
af honum fyrir tveim árum —
og svo augun. Það voru þessi
augu, sem alltaf knúðu Farley
til að líta á manninn aftur, ef
hann leit af honum. Þau höfðu
sama aðdráttarafl og glóandi
dýrsaugu í myrkri.
Fyrir f jórum árum, þegar Nóna
og Farley giftust og keyptu
landskikann í Lakahoolasveit-
inni, þekktu hinir dreifðu ný-
byggjar í sveitinni Boone Timm-
ons aðeins af afspurn. Hann
bjó einn allt árið einhversstað-
ar niðri í Chawnee-Hatcheefenj-
unum, sem voru um 30—40 míl-
um neðar við ána en bær Farl-
eys. Að því er menn bezt vissu
lifði hann á fiski, veiðidýrum
og jurtum, sem uxu villtar í
fenjunum.
Fyrsta vorið sem Boone kom
úr fenjunum upp með ánni var
fyrir fjórum árum. I það skipti
varð kona Len Smith fyrir hon-
um. Hún æpti og reyndi að forða
sér, en Boone lauk sér af þarna
á nýplægðum bómullarakri Lens.
Len, sem var smávaxinn og
grannur eins og Farley, hafði
hlaupið til hennar og reynt að
berja hann burtu, en Boone
kjálkabraut hann með þykk-
3