Úrval - 01.08.1951, Side 59
Einhver ævintýraríkasti þátturinn
í sögpu grasafræðinnar er saga
túlípanaræktunarinnar, sem
nefnd hefur verið —
TÚLÍPANAÆÐIÐ.
Grein úr „Vor Viden“,
eftir Michael Schröder.
fTiÚLÍPANINN er þjóðarjurt
hollendinga. Það varð okk-
ur dönum að minnsta kosti ljóst
vorið 1946, þegar sjá mátti í
öllum lystigörðum bæjanna því-
líkt túlípanaskrúð, að aldrei
hafði áður sézt annað eins. Þetta
var hollenzk túlípanakveðja til
Danmerkur — þakklætisvottur
fyrir veitta hjálp. Margir munu
hafa hugsað sér gott til glóðar-
innar, að fá þarna aftur úrvals-
lauka eftir allt ruslið á stríðs-
árunum. En, nei — gjöfin var
bundin skilyrði: laukana varð
að eyðileggja eftir blómgunina
— túlípanalaukar eru sem sé
ein dýrmætasta útflutningsvara
hollendinga. Þó munu víst ýms-
er blómaunnendur hafa læðzt
inn í garðana í skjóli myrkurs
og náð sér í einn og einn lauk til
að setja í garðinn sinn. Og það
er skemmtilegt til þess að vita,
að með því var þáttur í 400 ára
sögu garðtúlípanans að endur-
taka sig, en sú saga er eitt af
furðulegustu ævintýrum í sögu
grasafræðinnar.
Það var árið 1554. Einn af
sendimönnum þýzk-rómverska
keisarans Ferdínands I, Auger-
ius Busbequjus, kom í heimsókn
til Sólímans hins mikla, soldáns
í Konstantínópel, og þar sá hann
fyrstur vesturlandabúa blómstr-
andi túlípana. Frásögn hans er
enn til: „Þegar við höfðum dval-
ið einn dag í Adrianopel, héld-
um við til Konstantínópel, og
er við áttum skammt eftir ó-
farið, fórum við um hérað þar
sem gnægð var blóma. Okkur
voru gefin nokkur blóm —
narsissur, hýasintur og mjög
sérkennileg blóm, sem tyrkir
nefndu túlípana. Þeir eru næst-
um lyktarlausir, en eru í miklu
dálæti sakir margbreytileika og
fegurðar. Tyrkir eru mjög á-
8