Úrval - 01.08.1951, Side 66
64
ÚRVAL
ingar því, að með því og öðru
nýju rottueitri muni vera hægt
að minnka tjón af völdum þess-
ara nagdýra um 75%.
Með því að geisla matjurta-
fræ með hátíðni útvarpsbylgjum
í nokkrar sekúndur, tókst að
flýta mikið fyrir spírun þess.
Eftir þriggja ára baráttu við
gin- og klaufaveiki í Mexíkó, sem
kostað hefur 120 miljónir doll-
ara, upplýsa vísindamenn, að
ekkert nýtt tilfelli hafi fundizt
á árinu 1950.
Með því að setja geislavirkt
næringarefni í gróðurmold, hafa
fengizt sönnur á því, að jurt-
ir taka mjög fljótt til sín nær-
ingu úr moldinni.
Jarðfræði og tækni.
Ný aðferð fannst til að auð-
velda mölun mjög harðra efna.
Er hún í því fólgin, að efnin
eru kæld með fljótandi köfnun-
arefni, unz þau verða stökk eins
og gler.
1 febrúar 1950 byrjaði Veð-
urstofa Bandaríkjanna að senda
blöðunum hálfsmánaðarlega
veðurspá mánuð fram í tímann.
Fyrstu þrjá mánuðina reyndust
79% þeirra réttar.
Eldfjallið Mauna Loa á Ha-
waii gaus og olli öskumistri á
8 milljón ferkílómetra svæði yf-
ir Kyrrahafi.
Á árinu mældust 150 jarð-
skjálftar, sem unnt reyndist að
rekja til uppruna síns. Af þeim
ollu miklu tjóni: einir í Cuzco
í Perú, aðrir í Columbia, þriðju
í Kína og f jórðu í Assam í norð-
austurhorni Indlands, en það
voru einhverjir mestu jarð-
skjálftar, sem vitað er um.
I Kyrrahafi fannst nýr há-
lendishryggur, 1600 km langur
og um 160 km breiður með allt
að 4000 metra háum tindum.
Hryggur þessi nær frá Wakeey
allt til Neckereyjar í nánd við
Hawaii eyjaklasann. Hæsti tind-
urinn er á 800 metra dýpi.
Vínsýra, sem er eitt helzta
efnið í lyftidufti, var búin til úr
benzol og ,,brintoverilte‘“, en
fram að þessu hefur mest öll
vínsýra fengizt frá frönskum
vínframleiðendum. Hún mynd-
ast sem steinn innan í ámum,
sem vín eru ,,lageruð“ í.
Fundin voru upp í Ameríku
tvennskonar tæki til að loka
fyrir útvarp: annað lokar fyrir
stutta stund um leið og tal tek-
ur við af tónlist, en hitt lokar
fyrir í eina eða tvær mínútur,
ef klappað er saman lófunum
eða kallað er hátt og hvellt,