Úrval - 01.08.1951, Síða 77
GETA TÖLUR BLEKKT
75
má finna samband milli fóta-
stærðar nemendanna og skrift-
leikni þeirra. En vissulega er
hér ekkert beint samband á milli
— enginn skrifar hratt beinlínis
af því að hann hefur stóra fæt-
ur. Þetta er ágætt dæmi um tvö
fyrirbrigði, sem breytast fyrir
áhrif hins þriðja, og í þessu
tilfelli er það aldurinn. Elztu
börnin hafa stærsta fætur og
elztu börnin eru fljótust að
skrifa.
Mjög er hætt við, að menn
dragi rangar ályktanir af for-
:sendum af þessu tagi, þótt ekki
séu þær jafnaugljósar og í dæm-
inu hér að framan. Það var t.
d. fyrir nokkru sýnt fram á, að
samband er á milli greindar
barna og aldurs feðra þeirra
þegar þau fæðast — þ. e. mið-
aldra og rosknir menn eignast að
jafnaði greindari börn en ungir
menn. 1 fljótu bragði virtist sem
hér væri fundið nýtt og óvænt
líffræðilegt lögmál, en við nán-
ari athugun kom í ljós, að hér
var ekki um beint orsakasam-
band að ræða. Þrjú önnur at-
riði koma hér til greina, í fyrsta
lagi gengur greind mjög í erfð-
ir, í öðru lagi veljast að jafnaði
greindari menn til langskóla-
menntunar en aðrir, og í þriðja
lagi kvongast menntamenn yfir-
leitt seinna en aðrir menn. Or-
sök þess að rosknir menn eiga
að jafnaði greindari börn en
ungir er því ekki eitthvert ó-
þekkt líffræðilegt lögmál heldur
sú staðreynd, að menntamenn,
sem eiga að öðru jöfnu greind-
ari börn en aðrir, eignast yfir-
leitt ekki börn meðan þeir eru
ungir.
Hætta er á, að menn dragi
rangar ályktanir af ýmsum öðr-
um hagfræðitölum. Hagfræðing-
ur setur fram tölur sínar og
leikmaðurinn dregur hugsunar-
lítið ályktanir af því, sem þess-
ar tölur segja. Dauðsföll af völd-
um krabbameins eru gott dæmi
um þetta. Hagskýrslur segja
okkur, að í mörg ár hafi dánar-
tala af völdum krabbameins far-
ið jafnt og þétt hækkandi. Af
því draga margir þá ályktun,
að við séum að verða næmari
fyrir krabbameini. En þetta er
röng ályktun. Fjölgun dauðs-
falla af völdum krabbameins
stafar sennilega eingöngu af því
að tekizt hefur að fækka dauðs-
föllum af völdum annarra sjúk-
dóma. Sjúkdómar eins og t. d.
bólusótt og taugaveiki, sem áð-
ur fyrr drápu þúsundir manna
á ári hverju, eru nú miklu fá-