Úrval - 01.08.1951, Side 121

Úrval - 01.08.1951, Side 121
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR 119 augnaráð skáldkonunnar hafi dáleitt tónskáldið. Og enn er ein sögnin á þá leið, að Chopin hafi mælt að loknum fyrsta fundi þeirra: „En hvað þessi Sand er ógeðfelldur kvenmaður! Er hún í raun og veru kvenmaður? Ég leyfi mér að efast um það!“ En eftir því sem heimildir greina frá, voru fyrstu kynni þeirra á engan hátt söguleg. Chopin ætlaði að leika nokkur nýjustu tónverk sín fyrir vini sína, þar á meðal tónskáldið Franz Liszt. Liszt stakk upp á því, að hann byði George Sand að koma, og varð það úr. George hlustaði hugfangin á leik Chopins. Hún sat eins og dáleidd í djúpum hægindastól og starði á tónskáldið. Seinna heim- sótti hann hana í gistihúsið, þar sem hún bjó. Þannig hófst kunn- ingsskapur þeirra. Chopin var grannvaxinn og í meðallagi hár, en hann bar sig með þeim glæsibrag, sem ein- kennir tónsmíðar hans. Brún augun stungu í stúf við hvítt og fíngert hörundið og ljóst hár- ið. Nef hans var örlítið bogið og nasvængirnir þunnir, eins og oft er á tæringarveiku fólki. Hann lét hár sitt vaxa og það var ávallt vandlega skrýft, en þó dálítið úfið. Hann var oftast klæddur fötum í gráum lit, og hann gætti þess jafnan, að vegg- fóðrið væri í sama lit og fötin. Þessi litur var í samræmi við persónuleika hans og skapaði mildan bakgrunn fyrir blómin, sem ávallt var mikið af í íbúð hans. Hann keypti þau sjaldan sjálfur, því að margt kvenfólk heimsótti hann, og hver kona færði honum blómvönd. Það var þeim nóg umbun, ef hann snerti fingurgóma þeirra með hinni grönnu, mjúku hönd sinni. Það er einkennilegt, að þau Chopin og George Sand skyldu laðast hvort að öðru, eins og þau voru annars gerólík að mörgu leyti. En raunar var þeim margt sameiginlegt. George Sand var óumdeilanlega fremst allra franskra kvenrithöfunda, og Chopin, sem sjálfur var meistari á sínu sviði, bar virð- ingu fyrir afrekum annarra. Hann var líka hrifinn af því, hve þögul hún gat verið, hve gersamlega hún virtist gleyma sjálfri sér, þegar hún hlýddi á leik hans. Hún var einnig ólík öðru kvenfólki að því leyti, að hún lét ekki í ljós neina há- stemmda hrifningu, þegar Cho- pin hafði lokið leik sínum. Hann var sjálfur laus við framhleypni og ekki margmáll maður. Það var líka margt í fari Cho- pins, sem hreif George. Hann var ungur og veikbyggður snill- ingur. Hún hafði ávallt elskað það, sem veikburða var — ást hennar var fyrst og fremst móð- urást. Og aldrei varð þessi kennd sterkari en þegar hún kynntist Chopin. Hún þekkti sjálfa sig og reyndi því í fyrstu að bæla niður tilfinningar sínar. Og þeg- ar henni varð ljóst, að Chopin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.