Úrval - 01.08.1951, Side 96
94
ÚRVAL
föður minn að brjóta upp á mál-
inu við móður yðar.“
Bónorð! En hve það var ó-
venjulegt, að Casimir skyldi
ieita samþykkis hennar fyrst!
Hún hlustaði á hann og fór að
hugsa um það, sem Angela hafði
sagt henni um hann — að hann
væri reglusamur og af góðu
fólki kominn. Það einkennileg-
asta af öllu var, að hann
minntist ekki einu orði á ást.
„Til þess að sanna yður, að ég
meina það sem ég segi,“ hélt
hann áfram, „skal ég gera eina
játningu. Vitið þér, af hverju ég
var hrifnastur, þegar ég sá yður
fyrst? Af hinum greindarlega
svip yðar. Mér fannst þér ekki
vera fögur, jafnvel ekki snotur
—“ Hvílíkir gullhamrar frá
biðli! ,,Ég vissi jafnvel ekki,
hver þér voruð. En þegar ég
sagði í gamni við Angelu, að
þér yrðuð konan mín, þá fannst
mér eins og það væri þegar orðin
veruleiki. Síðan hefur mér allt-
af fundizt það.“
Eins og tilfinningalífi Áróru
var háttað um þessar mundir,
hefði ástríðufull ástarjátning
orðið til þess eins að hræða hana.
Það sem hún þráði var frelsi,
sem hún var fús til að greiða
fyrir með vináttu, og ef til vill
síðar með ást. Henni féll vel við
Casimir. Henni sagði svo hugur
um, að þau gætu lifað þolanlegu
lífi saman — hann krafðist svo
lítils. Einu erfiðleikarnir voru
að fá samþykki Soffíu.
Þau ræddu málið við Angelu,
og hún kom því til leiðar að þau
Soffía og faðir Casimirs hittust.
Áróra vissi ekkert annað um
Casimir en það, sem Angela
hafði sagt henni. Hann hafði
verið tvö ár í hemum og verið
gerður að undirforingja. Móðir
hans var í útlegð á Spáni. Fað-
ir hans var tiginn maður og í
góðum efnum, og Casimir var
einkasonur hans og hlaut þá að
erfa hann, þegar tímar liðu.
Þegar á allt var litið, virtist
þetta vera góður ráðahagur fyr-
ir Áróru.
Áróru varð hughægra þegar
hún frétti að vel hefði farið á
með þeim Soffíu og hinum grá-
hærða aðalsmanni, föður Casi-
mirs.
„Ég sagði já,“ sagði Soffía
við Áróru, „en ekki þannig, að
ég geti ekki breytt því í nei. Ég
veit ekki hvernig mér fellur við
soninn. Hann er ekki fríður. Ég
vil laglegan tengdason.“
Og orð Soffíu höfðu við rök
að styðjast: Casimir var fremur
ósjálegur. Heinrich Ileine, sem
kynntist honum síðar, sagði að
hann liti út eins og nýlendu-
vörukaupmaður, enda þótt hann
væri hvorki grófur né ruddaleg-
ur. Þegar þau Áróra trúlofuð-
ust, hefur Casimir ef til vill ekki
verið búinn að öðlazt það útlit,
sem Heine lýsir og hefur leynt
hana þeim skapgerðareinkenn-
um, sem seinna vöktu andúð
hins þýzka skálds. Hann hefur
líka leynt hana hinni óreglu-